Handbolti

Helga syngur afmælissönginn fyrir EHF | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Helga og Alenka í banastuði.
Helga og Alenka í banastuði.
Helga Magnúsdóttir kvaddi framkvæmdastjórn evrópska handknattleikssambandsins, EHF, um helgina og óhætt að segja að hún hafi kvatt með stæl.

Helga hafði setið í framkvæmdastjórninni frá 2012, fyrst kvenna, en var ekki í framboði þar sem HSÍ mælti frekar með framboði Knúts G. Haukssonar, fyrrum formanns HSÍ, í stjórnina. Fór svo að Knútur náði ekki kjöri.

Þó svo niðurstaðan hafi verið leiðinleg fyrir Helgu þá lá vel á henni og hún söng afmælissönginn fyrir EHF ásamt Alenku Cuderman en EHF fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli sínu.

Söngurinn heppnaðist kannski ekkert allt of vel en allir voru léttir. Það er fyrir öllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×