Reynt að bjarga tugum þúsunda barnslífa Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Konur og börn bíða aðstoðar við næringarstöð á vegum UNICEF í Muna í útjaðri bæjarins Maiduguri í Borno-héraði í Nígeríu. Þessi mynd er tekin í september en þar í búðunum er athvarf fyrir um 16 þúsund manns. Nordicphotos/AFP Nærri hálf milljón barna er í bráðri hættu vegna vannæringar í norðausturhluta Nígeríu. Nærri 75 þúsund þeirra gætu látið lífið á næstu mánuðum fái þau ekki meðferð. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir ástæðu neyðarinnar margþætta, en þar má helst nefna uppskerubrest, hækkandi matvælaverð og stórfelldan fólksflótta vegna Boko Haram vígahreyfingarinnar sem herjað hefur á þetta svæði árum saman. UNCIEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna hörmunganna í Nígeríu og nágrannaríkjunum Níger, Tsjad og Kamerún. Meira en fimm þúsund manns hafa tekið þátt í söfnuninni og nú þegar hafa safnast níu milljónir króna hér á landi. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna,“ segir Patrick. Neyðarástand ríkir nú vegna vannæringar barna í öllum ríkjunum fjórum. Ástandið er samt verst í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu, en þar hafa liðsmenn Boko Haram verið stórtækastir. Vígahreyfingin Boko Haram hefur starfað á þessum slóðum í meira en áratug. Árið 2009 hófu samtökin vopnaða baráttu með tíðum árásum á fólk, fjöldamorðum og mannránum. Þau náðu á sitt vald stóru landsvæði í Borno-héraði og lýstu þar meðal annars yfir stofnun kalífadæmis að fordæmi Daish-samtakanna í Írak og Sýrlandi. Stjórnarherinn í Nígeríu hefur nú náð að endurheimta að stórum hluta það svæði sem Boko Haram hafði náð á sitt vald, en íbúarnir þurfa hjálp við að koma undir sig fótunum á ný. UNICEF segir vannæringu barna á þessum slóðum ekki aðeins stafa af matvælaskorti heldur komi þar einnig til óhreint vatn, skortur á aðgengi að salernum og skertur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. „Góðu fréttirnar eru þær að ef næst til allra barna í Borno sem þjást af alvarlegri vannæringu er hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Níger Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Nærri hálf milljón barna er í bráðri hættu vegna vannæringar í norðausturhluta Nígeríu. Nærri 75 þúsund þeirra gætu látið lífið á næstu mánuðum fái þau ekki meðferð. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir ástæðu neyðarinnar margþætta, en þar má helst nefna uppskerubrest, hækkandi matvælaverð og stórfelldan fólksflótta vegna Boko Haram vígahreyfingarinnar sem herjað hefur á þetta svæði árum saman. UNCIEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna hörmunganna í Nígeríu og nágrannaríkjunum Níger, Tsjad og Kamerún. Meira en fimm þúsund manns hafa tekið þátt í söfnuninni og nú þegar hafa safnast níu milljónir króna hér á landi. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna,“ segir Patrick. Neyðarástand ríkir nú vegna vannæringar barna í öllum ríkjunum fjórum. Ástandið er samt verst í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu, en þar hafa liðsmenn Boko Haram verið stórtækastir. Vígahreyfingin Boko Haram hefur starfað á þessum slóðum í meira en áratug. Árið 2009 hófu samtökin vopnaða baráttu með tíðum árásum á fólk, fjöldamorðum og mannránum. Þau náðu á sitt vald stóru landsvæði í Borno-héraði og lýstu þar meðal annars yfir stofnun kalífadæmis að fordæmi Daish-samtakanna í Írak og Sýrlandi. Stjórnarherinn í Nígeríu hefur nú náð að endurheimta að stórum hluta það svæði sem Boko Haram hafði náð á sitt vald, en íbúarnir þurfa hjálp við að koma undir sig fótunum á ný. UNICEF segir vannæringu barna á þessum slóðum ekki aðeins stafa af matvælaskorti heldur komi þar einnig til óhreint vatn, skortur á aðgengi að salernum og skertur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. „Góðu fréttirnar eru þær að ef næst til allra barna í Borno sem þjást af alvarlegri vannæringu er hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Níger Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira