Tuttugu þúsund tonn af malbiksafgöngum bíða endurvinnslu Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Malbik fræst upp á Reykjavíkurflugvelli. Mynd/Sólveig Gísladóttir Geymslusvæðið og Hlaðbær Colas hófu framkvæmdir við losun malbiksafganga án tilskilinna leyfa og stöðvaði Hafnarfjarðarbær þær eftir skoðun. Lóðin sem um ræðir er að hluta grófjöfnuð og eru engar sérstakar mengunarráðstafanir til staðar á lóðinni. Síðasta ár hafa safnast upp um 20 þúsund tonn af malbiki til endurvinnslu og er engin útskolun olíuefna sjáanleg í jarðveginum í kringum malbikshauginn. Gert er ráð fyrir að efnið verði malað niður á þessu svæði í janúar til mars 2017. „Við töldum okkur hafa leyfi,“ segir Ástvaldur Óskarsson, framkvæmdastjóri Geymslusvæðisins, spurður um hvers vegna var farið af stað. „Málið er nú í umfjöllun hjá Hafnarfjarðarbæ. Það var gerð úttekt á þessu af verkfræðistofunni Eflu og nú er bærinn að vinna úr upplýsingunum og við bíðum á meðan,“ segir Ástvaldur. Hlaðbær-Colas hefur leyfi til að taka á móti og endurvinna malbik og hefur gert það um árabil á sinni lóð. Fyrirtækið hefur tekið við efni, verktökum að kostnaðarlausu með það í huga að endurvinna það í nýjar blöndur og spara þannig bik, steinefni og orku. En markaðir eru erfiðir þessa stundina og ekki hefur gengið sem skyldi að koma því á markað. Hefur efnið því safnast upp á lóð fyrirtækisins. Hlaðbær-Colas fékk leyfi hjá Geymslusvæðinu til að geyma efnið á lóð fyrirtækisins þangað til markaðurinn glæðist. Lóð Geymslusvæðisins er skilgreind sem iðnaðarlóð í gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas, segir málið lykta af pólitík. Hann bendir á að vegna plássleysis geti fyrirtækið ekki lengur tekið við efni. „Það safnast meira upp en hefur náðst að nýta. Nú er loks verið að fara að skoða hvað er hægt að gera við allt þetta efni og vinnuhópur kominn á fót. Malbik er 100 prósent endurvinnanlegt og Ísland þarf að komast á þann stað sem aðrar þjóðir eru á gagnvart því að endurvinna malbik,“ segir Sigþór. Hópurinn samanstendur af malbikunarfyrirtækjum, Vegagerðinni, sveitarfélögum, Umhverfisstofnun og Sorpu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Geymslusvæðið og Hlaðbær Colas hófu framkvæmdir við losun malbiksafganga án tilskilinna leyfa og stöðvaði Hafnarfjarðarbær þær eftir skoðun. Lóðin sem um ræðir er að hluta grófjöfnuð og eru engar sérstakar mengunarráðstafanir til staðar á lóðinni. Síðasta ár hafa safnast upp um 20 þúsund tonn af malbiki til endurvinnslu og er engin útskolun olíuefna sjáanleg í jarðveginum í kringum malbikshauginn. Gert er ráð fyrir að efnið verði malað niður á þessu svæði í janúar til mars 2017. „Við töldum okkur hafa leyfi,“ segir Ástvaldur Óskarsson, framkvæmdastjóri Geymslusvæðisins, spurður um hvers vegna var farið af stað. „Málið er nú í umfjöllun hjá Hafnarfjarðarbæ. Það var gerð úttekt á þessu af verkfræðistofunni Eflu og nú er bærinn að vinna úr upplýsingunum og við bíðum á meðan,“ segir Ástvaldur. Hlaðbær-Colas hefur leyfi til að taka á móti og endurvinna malbik og hefur gert það um árabil á sinni lóð. Fyrirtækið hefur tekið við efni, verktökum að kostnaðarlausu með það í huga að endurvinna það í nýjar blöndur og spara þannig bik, steinefni og orku. En markaðir eru erfiðir þessa stundina og ekki hefur gengið sem skyldi að koma því á markað. Hefur efnið því safnast upp á lóð fyrirtækisins. Hlaðbær-Colas fékk leyfi hjá Geymslusvæðinu til að geyma efnið á lóð fyrirtækisins þangað til markaðurinn glæðist. Lóð Geymslusvæðisins er skilgreind sem iðnaðarlóð í gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas, segir málið lykta af pólitík. Hann bendir á að vegna plássleysis geti fyrirtækið ekki lengur tekið við efni. „Það safnast meira upp en hefur náðst að nýta. Nú er loks verið að fara að skoða hvað er hægt að gera við allt þetta efni og vinnuhópur kominn á fót. Malbik er 100 prósent endurvinnanlegt og Ísland þarf að komast á þann stað sem aðrar þjóðir eru á gagnvart því að endurvinna malbik,“ segir Sigþór. Hópurinn samanstendur af malbikunarfyrirtækjum, Vegagerðinni, sveitarfélögum, Umhverfisstofnun og Sorpu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira