Erlent

Sporvagninn var á ríflega þreföldum hámarkshraða

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vagninn var á rúmlega 69 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði eru 19 kílómetrar.
Vagninn var á rúmlega 69 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði eru 19 kílómetrar. vísir/epa
Sporvagninn sem fór á hliðina í Croydon í suðurhluta Lundúna í síðustu viku, með þeim afleiðingum að sjö létust, var á ríflega þreföldum hámarkshraða. Hraði sporvagnsins er talin eina ástæða þess að slysið varð, samkvæmt frumskýrslu lögreglu.

Lestin var á um 69,5 kílómetra hraða þegar hún fór af sporinu í knappri vinstri beygju þar sem hámarkshraði er um 19 kílómetrar á klukkustund. Í skýrslunni segir að lestin hafi verið á um 80 kílómetra hraða áður en hún kom að beygjunni.

Talið er að lestarstjórinn hafi sofnað við stýrið. Hann hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp.

Alls voru sextíu manns í lestinni, þar af slösuðust fimmtíu þeirra. Átta slösuðust hættulega eða lífshættulega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×