Erlent

Stór jarðskjálfti á Nýja Sjálandi

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Öflugur jarðskjálfti varð skammt frá Cristchurch á Nýja-Sjálandi fyrr í dag. Talið er að jarðskjálftinn hafi verið 7,4 stig. Engar fregnir haf borist af manntjóni og fyrstu fregnir herma að litlar skemmdir hafi orðið á byggingum.

Annar stór jarðskjálfti varð 2014 en 22.febrúar 2011 varð einnig alvarlegur jarðskjálfti og átti hann upptök sín 10 km frá borginni. Manntjón var mikið í þeim skjálfta en 185 manns létu lífið.

Samfélagið í Cristchurch og í grennd við borgina er enn að jafna sig eftir stóra skjálftann árið 2011. Enn er töluvert eftir af byggingum sem eftir á að endurbyggja eftir skjálftann árið 2011.

Jarðskjálftinn fannst alla leið til Wellington á Norður-eyju Nýja Sjálands. Varað hefur við að flóðbylgjur af völdum skjálftans kunni að skella á ströndum Suður-eyjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×