Erlent

Talíbanar ráðast á þýska sendiráðið í Norður-Afganistan

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Afganskur lögreglumaður stendur vörð í Mazar-I-Sharaf.
Afganskur lögreglumaður stendur vörð í Mazar-I-Sharaf. Vísir/EPA
Ráðist var þýska sendiráðið í borginni Mazar-i-Sharaf í norður Afganistan. Sprengja sprakk í bíl á lóð sendiráðsins og er talið að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Bíllinn sprakk við hlið sendiráðsins um klukkan ellefu að staðartíma með þeim afleiðingum að hliðið og nærliggjandi veggir eyðilögðust, ásamt því að þrír lögreglumenn særðust.

Talíbanar hafa gefið frá yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi sent sjálfsmorðssprengjumann í sendiráðið.

Walter Hassmann, sendiherra Þýskalands í Afganistan, staðfesti að ástandið væri yfirstandandi og gaf engar frekari upplýsingar.

Íbúar í borginni heyrðu í mikilli sprengingu nálægt sendiráðinu sem olli þess að rúður brotnuðu í nálægum byggingum.

938 þýskir hermenn eru staðsettir í Afganistan, flestir þeirra eru í Balkh héraði.

Samkvæmt heimildum BBC eru minnst 30 særðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×