Innlent

Íkveikja í Egilshöll

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Enginn eldur var þegar slökkviliðið kom á staðinn.
Enginn eldur var þegar slökkviliðið kom á staðinn. Vísir/Stefán
Slökkviliðið var kallað út að Egilshöll í Grafarvogi núna á sjöunda tímanum í kvöld vegna íkveikju inni á baði. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu fór brunavarnarkerfi hallarinnar í gang þannig að úðari fór í gang en ekki liggur fyrir í hverju var kveikt.

Enginn eldur var því til staðar þegar slökkviliðið kom á vettvang og er því aðeins um vatnstjón að ræða sem að öllum líkindum er minniháttar að sögn slökkviliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×