Erlent

Danir samþykkja að leyfa sjúklingum að neyta kannabisefna

Þorgeir Helgason skrifar
Kannabisplanta.
Kannabisplanta. vísir/stefán
Danska þingið hefur samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kannabisefna.

Lögin voru samþykkt til þess að auðvelda sjúklingum að glíma við ógleði, krampa og verki. Þingið ákvað að hefja strax tilraunaverkefni fyrir sjúklinga en lögin taka gildi 1. janúar 2018.

Alvarlega veikir geta því nálgast kannabisefni í lyfjaverslunum í Danmörku gegn framvísun lyfseðils. Félag flogaveikra í Danmörku hefur gagnrýnt lögin vegna þess að þau taka ekki til flogaveikra.

Breið samstaða var meðal þingflokka Danmerkur um lagasetninguna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×