Fótbolti

Bayern saxar á forskot Leipzig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Bayern fagna marki Thiago í dag.
Leikmenn Bayern fagna marki Thiago í dag. vísir/getty
Bayern Munchen minnkaði forskot nýliðanna RB Leipzig í þrjú stig á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 2-1 sigri á Bayern Leverkusen.

Thiago Alcantara kom Bayern yfir á 30. mínútu, en Hakan Calhanoglu jafnaði metin strax fimm mínútum síðar og jafnt var í hálfleik, 1-1.

Það var svo varnarmaðurinn Mats Hummels sem reyndist hetjan þegar hann skoraði sigurmarkið á 56. mínútu eftir undirbúning Joshua Kimmich.

Bayern Munchen er í öðru sætinu með 27 stig, en Leverkusen er í því níunda með 16 stig. Dortmund tapaði mikilvægum stigum í dag þegar þeir töpuðu 2-1 fyrir Frankfurt á útivelli.

Liðið er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig, níu stigum frá toppnum. Frankfurt er í þriðja sætinu með 24 stig, sex stigum frá spútnikliði Leipzig sem er á toppnum.

Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Werder Bremen sem gerði 2-2 jafntefli við HSV á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×