Enski boltinn

Guardiola segir Messi að klára ferilinn hjá Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola og Messi í leik City og Barcelona á dögunum.
Guardiola og Messi í leik City og Barcelona á dögunum.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að hann vilji sjá Lionel Messi, fyrrum lærisveinn sinn hjá Barcelona, klára ferilinn sinn hjá spænska liðinu þar sem hann hefur verið nánast allan sinn feril og er Guardiola fullviss um það.

Guardiola, sem er fyrrum fyrirliði bæði Barcelona og spænska landsliðsins, þjálfar nú Man. City eftir nokkur ár hjá Barcelona. Hann hefur sagt að Messi sé besti leikmaður allra tíma og segir nú að sá argentínski muni klára sinn feril hjá Barcelona.

„Ég hef sagt ykkur það oftar en einu sinni að Messi mun verða áfram hjá Barcelona og hann mun klára ferilinn þar,” sagði Guardiola á blaðamannafundi í vikunni.

„Það er ósk mín. Ég vona að hann verði hjá Barcelona frá því að hann byrjaði og þangað til hann endar ferilinn.”

Barcelona og City hafa mæst tvisvar á tímabilinu; Barcelona vann á Spáni 4-0, en lærisveinar Guardiola náðu fram hefndnum á Englandi þar sem þeir unnu góðan 3-1 sigur. Messi skoraði fjögur af fimm mörkum Barcelona í leikjunum.

Núverandi samningur Messi rennur út 2018 og þessi stórkostlegi leikmaður vildi ekki ræða um framtíð sína á viðburði hjá íþróttaframleiðandanum Adidas fyrir leikinn gegn Celtic í Meistaradeildinni í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×