Henrik Larsson er hættur sem þjálfari sænska fótboltaliðsins Helsingborg en það kemur ekki mikið á óvart eftir atburði síðustu helgar.
23 ára vera Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni endaði á sunnudaginn þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Halmstad og féll úr deildinni.
Það var ekki nóg með að Henrik Larsson færi lið Helsingborg-liðið niður um deild heldur var einnig ráðist á soninn hans eftir leikinn.
Jordan Larsson er 19 ára sonur Henrik Larsson lenti í grímuklæddum og öskureiðum stuðningsmönnum eftir leikinn og skipti þá engu að strákurinn hafi skorað í leiknum. Áhorfendurnir rifu af honum treyjuna og virtust vera að tjá óánægðu sína með feðgana á táknrænan en um leið óásættanlegan hátt.
Hinn 45 ára gamli Henrik Larsson reyndi að koma drengnum til bjargar en varð þá einnig fyrir barðinu á þessum ósáttu stuðningsmönnum.
Henrik var óhræddur við að setja pressu á soninn með því að skýra hann eftir NBA-körfuboltahetjunni Michael Jordan en strákurinn var byrjaður að spila hjá Helsingborg áður en pabbi hans varð þjálfari liðsins.
Henrik Larsson, lék á sínum tíma fyrir lið Feyenoord, Celtic, Barcelona og Manchester United, en hann sló fyrst í gegn Helsingborgs IF þar sem hann skoraði 50 mörk í 56 leikjum frá 1992 til 1993.
Henrik Larsson er fæddur í Helsingborg og ein allra stærsta íþróttastjarna borgarinnar en það hjálpaði lítið þegar þú ert búinn að fara með liðið niður.
Henrik Larsson stýrði Helsingborg-liðinu frá 1. janúar 2015 og undir hans stjórn vann liðið 22 af 68 leikjum sínum en tapaði 34.
Henrik Larsson hættur eftir að stuðningsmennirnir réðust á son hans
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn