Birkir byrjaði í Búlgaríu | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2016 22:15 Birkir í baráttunni í leiknum í kvöld. vísir/epa Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel sem gerði markalaust jafntefli við Ludogorets á útivelli í A-riðli. Birkir var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Basel er í fjórða og neðsta sæti riðilsins og þarf að ná betri úrslitum en Ludogorets í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í Evrópudeildina eftir áramót.Í hinum leik riðilsins gerðu Arsenal og Paris Saint-Germain 2-2 jafntefli á Emirates vellinum. Bæði Arsenal og PSG eru komin áfram en það ræðst í lokaumferðinni hvort þeirra vinnur riðilinn. Mesta spennan er í B-riðli en fyrir lokaumferðina eiga þrjú lið möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Besiktas náði í stig gegn Benfica, þrátt fyrir að hafa lent 0-3 undir eftir hálftíma leik. Tyrkirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu með þremur mörkum í seinni hálfleik. Napoli og Dynamo Kiev gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. Benfica er með átta stig í 1. sæti riðilsins, jafn mörg og Napoli sem er í 2. sæti. Besiktas er í 3. sætinu með sjö stig en Dynamo Kiev í því fjórða með tvö stig. Í lokaumferðinni tekur Benfica á móti Napoli og Besiktas sækir Dynamo Kiev heim. Lokastaðan í C-riðli liggur fyrir eftir leiki kvöldsins.Barcelona vann 0-2 sigur á Celtic og tryggði sér þar með sigur í riðlinum. Celticn endar í 4. sætinu.Manchester City tekur 2. sætið en liðið gerði 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í kvöld. Þótt það gangi brösuglega hjá Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni gengur liðinu allt í haginn í Meistaradeildinni. Strákarnir hans Diego Simeone unnu 2-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld og hafa þar með unnið alla fimm leiki sína í D-riðli. Kevin Gameiro og Antonie Griezmann skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Atlético Madrid er með fullt hús stiga (15) á toppi riðilsins.Í hinum leik riðilsins vann Rostov sögulegan 3-2 sigur á Bayern München. Bayern endar í 2. sæti riðilsins og Rostov í því þriðja og fer þar með í Evrópudeildina. PSV rekur lestina með aðeins eitt stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Arsenal 2-2 PSG 0-1 Edinson Cavani (18.), 1-1 Olivier Giroud, víti (45+1.), 2-1 Marco Veratti, sjálfsmark (60.), 2-2 Lucas Moura (77.).Ludogorets 0-0 BaselB-riðill:Besiktas 3-3 Benfica 0-1 Goncalo Guedes (10.), 0-2 Nélson Semedo (25.), 0-3 Ljubomir Fejsa (31.), 1-3 Cenk Tosun (58.), 2-3 Ricardo Quaresma (83.), 3-3 Vincent Aboubakar (89.).Napoli 0-0 Dynamo KievC-riðill:Celtic 0-2 Barcelona 0-1 Lionel Messi (24.), 0-2 Messi, víti (55.).Gladbach 1-1 Man City 1-0 Raffael (23.), 1-1 David Silva (45+1.).Rauð spjöld: Lars Stindl, Gladbach (51.), Fernandinho, Man City (63.).D-riðill:Rostov 3-2 Bayern München 0-1 Douglas Costa (35.), 1-1 Sardar Azmoun (44.), 2-1 Dmitri Poloz, víti (49.), 2-2 Juan Bernat (52.), 3-2 Christian Noboa (66.).Atlético Madrid 2-0 PSV 1-0 Kevin Gameiro (55.), 2-0 Antoine Griezmann (66.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel sem gerði markalaust jafntefli við Ludogorets á útivelli í A-riðli. Birkir var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Basel er í fjórða og neðsta sæti riðilsins og þarf að ná betri úrslitum en Ludogorets í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í Evrópudeildina eftir áramót.Í hinum leik riðilsins gerðu Arsenal og Paris Saint-Germain 2-2 jafntefli á Emirates vellinum. Bæði Arsenal og PSG eru komin áfram en það ræðst í lokaumferðinni hvort þeirra vinnur riðilinn. Mesta spennan er í B-riðli en fyrir lokaumferðina eiga þrjú lið möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Besiktas náði í stig gegn Benfica, þrátt fyrir að hafa lent 0-3 undir eftir hálftíma leik. Tyrkirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu með þremur mörkum í seinni hálfleik. Napoli og Dynamo Kiev gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. Benfica er með átta stig í 1. sæti riðilsins, jafn mörg og Napoli sem er í 2. sæti. Besiktas er í 3. sætinu með sjö stig en Dynamo Kiev í því fjórða með tvö stig. Í lokaumferðinni tekur Benfica á móti Napoli og Besiktas sækir Dynamo Kiev heim. Lokastaðan í C-riðli liggur fyrir eftir leiki kvöldsins.Barcelona vann 0-2 sigur á Celtic og tryggði sér þar með sigur í riðlinum. Celticn endar í 4. sætinu.Manchester City tekur 2. sætið en liðið gerði 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í kvöld. Þótt það gangi brösuglega hjá Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni gengur liðinu allt í haginn í Meistaradeildinni. Strákarnir hans Diego Simeone unnu 2-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld og hafa þar með unnið alla fimm leiki sína í D-riðli. Kevin Gameiro og Antonie Griezmann skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Atlético Madrid er með fullt hús stiga (15) á toppi riðilsins.Í hinum leik riðilsins vann Rostov sögulegan 3-2 sigur á Bayern München. Bayern endar í 2. sæti riðilsins og Rostov í því þriðja og fer þar með í Evrópudeildina. PSV rekur lestina með aðeins eitt stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Arsenal 2-2 PSG 0-1 Edinson Cavani (18.), 1-1 Olivier Giroud, víti (45+1.), 2-1 Marco Veratti, sjálfsmark (60.), 2-2 Lucas Moura (77.).Ludogorets 0-0 BaselB-riðill:Besiktas 3-3 Benfica 0-1 Goncalo Guedes (10.), 0-2 Nélson Semedo (25.), 0-3 Ljubomir Fejsa (31.), 1-3 Cenk Tosun (58.), 2-3 Ricardo Quaresma (83.), 3-3 Vincent Aboubakar (89.).Napoli 0-0 Dynamo KievC-riðill:Celtic 0-2 Barcelona 0-1 Lionel Messi (24.), 0-2 Messi, víti (55.).Gladbach 1-1 Man City 1-0 Raffael (23.), 1-1 David Silva (45+1.).Rauð spjöld: Lars Stindl, Gladbach (51.), Fernandinho, Man City (63.).D-riðill:Rostov 3-2 Bayern München 0-1 Douglas Costa (35.), 1-1 Sardar Azmoun (44.), 2-1 Dmitri Poloz, víti (49.), 2-2 Juan Bernat (52.), 3-2 Christian Noboa (66.).Atlético Madrid 2-0 PSV 1-0 Kevin Gameiro (55.), 2-0 Antoine Griezmann (66.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira