Hann segir menn ekki geta vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir en í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að verið sé að skoða að setja á hátekjuskatt í stjórnarmyndunarviðræðunum nú.
Í færlsu á Facebook-síðu sinni spyr Bjarni hvers vegna fólk sem talar svona sé ekki látið svar fyrir hvað átt er við, en í samtali við Vísi í morgun sagði Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn af þeim sem tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrir flokkinn, að ófjármögnuð samgönguáætlun setji strik í reikninginn.
Bjarni spyr hvort það geti verið að yfirlýsingar um stöðu ríkisfjármála nú séu „ekkert annað en yfirvarp til að réttlæta nýja og hærri skatta?
Frá mínum bæjardyrum séð er staðan betri en áður var gert ráð fyrir.
Alþingi afgreiddi bæði fjármálaáætlun og fjáraukalög á síðustu mánuðum. Þar er dregin upp skýr mynd af stöðunni. Það helsta sem hefur breyst er að nú horfir til þess að skattar og gjöld skili a.m.k. 10 milljörðum meira til ríkisins en áður var áætlað á næsta ári. Á móti voru réttindi aldraðra og öryrkja aukin töluvert undir lok þingstarfa.
Menn geta því ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir. Reyndar er alveg magnað að þegar við erum við hámark hagsveiflunnar sé verið að tala um þörf á nýjum sköttum til að auka útgjöld verulega,“ segir Bjarni í færslu sinni sem sjá má hér að neðan.