Viðskipti innlent

IKEA íhugar bambus húsgögn vegna lækkunar pundsins

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sýningarherbergi hjá IKEA.
Sýningarherbergi hjá IKEA. Vísir/Getty
IKEA í Bretlandi íhugar að nota bambus og önnur efni í húsgögn sín til að lækka vöruverð. Vonir eru um að þetta muni vinna gegn neikvæðum áhrifum lækkunar á gengi pundsins.

IB Times greinir frá því að sala hafi aukist hjá IKEA í Bretlandi síðustu fimm árin. Lækkun á gengi pundsins gagnvart öðrum gjaldmiðlum síðustu mánuði hefur hins vegar neytt marga smásölurisa í Bretlandi, til að mynda Unilever og Typhoo Tea, til að hækka verð sitt.

Gillian Drakeford, framkvæmdastjóri IKEA í Bretlandi, segir í samtali við IB Times að hægt væri að vinna gegn þessari hækkun með því að nota ódýrari efnivið. Drakeford segist ekki geta lofað því að verð hækki ekki í Bretlandi en að sænski húsgagnaframleiðandinn leggi sig fram um að bjóða besta verðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×