Það er eitthvert ráðleysi í gangi hjá Keflavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 06:30 Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Anton Það er krísa í Keflavík en karlalið félagsins í körfubolta hefur byrjað tímabilið mjög illa. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af fyrstu níu leikjum sínum í Domino’s-deildinni og situr í tíunda sæti deildarinnar. Þann 3. nóvember síðastliðinn vann Keflavík glæsilegan sigur á Tindastóli, 101-79, en síðan hefur liðinu fallið allur ketill í eld. Það er búið að tapa fjórum leikjum í röð og frammistaðan í þessum leikjum hefur yfirhöfuð verið mjög léleg. „Ég veit ekki hvað er í gangi í Keflavík. Það virðist vera eitthvert ráðleysi í gangi,“ segir körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson en hann er hálfhissa á þessu gengi Keflavíkurliðsins.Dregið af leikmönnum „Liðið virðist ekki vera líkt sjálfu sér þessa dagana. Mér finnst vera einkennandi hvað það hefur dregið af mörgum leikmönnum þarna. Ég veit ekki hvort það er sjálfstraust eða hvort menn hafi hreinlega ekki trú á því sem er verið að gera þarna.“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, varð að draga sig í hlé rétt fyrir tímabilið vegna veikinda og aðstoðarmaður hans, Hjörtur Harðarson, tók við liðinu. Sigurður var svo mættur aftur á bekkinn en í síðasta leik var hann aftur kominn upp í stúku.Teitur Örlygsson á að baki langan og farsælan feril sem bæði leikmaður og þjálfari í úrvalsdeild karla í körfubolta og þekkir boltann vel. Vísir/ValliÞjálfaravesen „Í Haukaleiknum var Siggi að stýra liðinu og Hjörtur talaði svo um að hann væri kominn til baka. Svo í næsta leik sá ég að Siggi var kominn upp í stúku. Þá hætti maður alveg að skilja. Þetta getur ekki heldur verið þægilegt fyrir leikmenn liðsins,“ segir Teitur um þjálfaramálin hjá liðinu.Ekki við Hörð að sakast Keflavík fékk heldur betur innspýtingu er landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson gekk aftur í raðir félagsins. Það hefur engu skilað og liðið hefur tapað öllum þremur leikjunum með Hörð Axel innanborðs mjög stórt. „Ég held að það sé ekki við Hörð Axel að sakast. Ég held að þetta sé eitthvað dýpra sem var að gerjast áður en Hössi kom til liðsins. Þeir verða bara að þjappa sér saman núna. Snúa þessu gengi við saman því það vantar ekki að það eru flottir leikmenn í liðinu.“ Keflavík spilar við Þór á Akureyri í kvöld og getur þá unnið sinn fyrsta leik í deildinni rúman mánuð.Haukar - Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson Domino´s deild karla úrvalsdeild vetur 2017 karfa Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Það er krísa í Keflavík en karlalið félagsins í körfubolta hefur byrjað tímabilið mjög illa. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af fyrstu níu leikjum sínum í Domino’s-deildinni og situr í tíunda sæti deildarinnar. Þann 3. nóvember síðastliðinn vann Keflavík glæsilegan sigur á Tindastóli, 101-79, en síðan hefur liðinu fallið allur ketill í eld. Það er búið að tapa fjórum leikjum í röð og frammistaðan í þessum leikjum hefur yfirhöfuð verið mjög léleg. „Ég veit ekki hvað er í gangi í Keflavík. Það virðist vera eitthvert ráðleysi í gangi,“ segir körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson en hann er hálfhissa á þessu gengi Keflavíkurliðsins.Dregið af leikmönnum „Liðið virðist ekki vera líkt sjálfu sér þessa dagana. Mér finnst vera einkennandi hvað það hefur dregið af mörgum leikmönnum þarna. Ég veit ekki hvort það er sjálfstraust eða hvort menn hafi hreinlega ekki trú á því sem er verið að gera þarna.“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, varð að draga sig í hlé rétt fyrir tímabilið vegna veikinda og aðstoðarmaður hans, Hjörtur Harðarson, tók við liðinu. Sigurður var svo mættur aftur á bekkinn en í síðasta leik var hann aftur kominn upp í stúku.Teitur Örlygsson á að baki langan og farsælan feril sem bæði leikmaður og þjálfari í úrvalsdeild karla í körfubolta og þekkir boltann vel. Vísir/ValliÞjálfaravesen „Í Haukaleiknum var Siggi að stýra liðinu og Hjörtur talaði svo um að hann væri kominn til baka. Svo í næsta leik sá ég að Siggi var kominn upp í stúku. Þá hætti maður alveg að skilja. Þetta getur ekki heldur verið þægilegt fyrir leikmenn liðsins,“ segir Teitur um þjálfaramálin hjá liðinu.Ekki við Hörð að sakast Keflavík fékk heldur betur innspýtingu er landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson gekk aftur í raðir félagsins. Það hefur engu skilað og liðið hefur tapað öllum þremur leikjunum með Hörð Axel innanborðs mjög stórt. „Ég held að það sé ekki við Hörð Axel að sakast. Ég held að þetta sé eitthvað dýpra sem var að gerjast áður en Hössi kom til liðsins. Þeir verða bara að þjappa sér saman núna. Snúa þessu gengi við saman því það vantar ekki að það eru flottir leikmenn í liðinu.“ Keflavík spilar við Þór á Akureyri í kvöld og getur þá unnið sinn fyrsta leik í deildinni rúman mánuð.Haukar - Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson Domino´s deild karla úrvalsdeild vetur 2017 karfa
Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira