Borgarstarfsmenn í Kaupmannahöfn mega hvorki reykja venjulegar sígarettur né rafrettur á vinnutíma.
Ninna Thomsen, sem er í Sósíalíska þjóðarflokknum og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, lýsti yfir ánægju með ákvörðunina. Verkefnisstjóri hjá baráttusamtökum gegn krabbameini, Niels Them Kjær, benti á að í sumum tegundum rafrettna hefðu fundist efni sem eru skaðleg heilsunni. Danska ríkisútvarpið greindi frá.
Banna rafrettur á vinnutíma
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
