Fótbolti

Hólmar sagður vera á leið til Ísraels

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hólmar Örn í leik með Rosenborg.
Hólmar Örn í leik með Rosenborg. vísir/getty
Vefsíða VG greinir frá því í kvöld að landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson sé líklega á förum frá meistaraliði Rosenborg í Noregi.

VG segir að Hólmar verði líklega seldur til ísraelska liðsins Maccabi Haifa. Hann yrði þá annar Íslendingurinn í ísraelska boltanum en þar er fyrir framherjinn Viðar Örn Kjartansson.

Hólmar hefur verið í herbúðum Rosenborg síðan 2014 er hann kom frá þýska liðinu Bochum. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við norska félagið.

Maccabi Haifa er sagt vera til í að greiða 133 milljónir króna fyrir Hólmar sem hefur verið tvöfaldur meistari tvö ár í röð með Rosenborg.

Maccabi er sem stendur í þriðja sæti í ísraelski deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×