Handbolti

Aalborg endurheimti toppsætið | Fjórði sigur Vignis og félaga í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aalborg endurheimti toppsætið í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta með tveggja marka sigri, 28-26, á SönderjyskE í dag.

Bjerringbro-Silkeborg skaust á toppinn með sigri á Randers, 31-28, fyrr í dag en lærisveinar Arons Kristjánssonar eru komnir aftur í efsta sætið.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði eitt mark fyrir Aalborg en Arnór Atlason lék ekki með vegna meiðsla.

Team Tvis Holstebro hafði betur gegn Århus í Íslendingaslag. Lokatölur 24-22, Holstebro í vil.

Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir Holstebro sem er búið að vinna fjóra leiki í röð.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Århus annan leikinn í röð. Selfyssingurinn skoraði sex mörk og gaf auk þess sex stoðsendingar.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði þrjú mörk og Róbert Gunnarsson tvö fyrir Århus sem er í 9. sæti deildarinnar með 12 stig.

Kristianstad vann sinn fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið bar sigurorð af Sävehof í dag. Lokatölur 22-20, Kristianstad í vil.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Guðmundsson eitt. Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað en gaf þrjár stoðsendingar.

Kristianstad er með 22 stig í 2. sæti deildarinnar, jafnmörg og topplið Alingsås.


Tengdar fréttir

Viggó og Arnór Freyr í vandræðum

Randers tapaði enn einum leiknum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar liðið mætti Bjerringbro-Silkeborg í dag. Lokatölur 31-28, Bjerringbro-Silkeborg í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×