Innlent

Reykur vakti ugg farþega í Herjólfi en lítil hætta reyndist á ferðum

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Enginn eldur var í Herjólfi og hefur hjálp verið afturkölluð.
Enginn eldur var í Herjólfi og hefur hjálp verið afturkölluð. Vísir/Magnús Hlynur
Óttast var að eldur hefði kviknað um borð í Herjólfi um klukkan fjögur í dag eftir að reyks varð vart á neðra dekki skipsins. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og rýmingaráætlun var sett af stað.

Síðar kom í ljós að gúmmíreimar, sem staðsettar voru í blásara skipsins, höfðu slitnað og átti reykurinn upptök sín þar. Enginn eldur var sjáanlegur og talið er að hættan sé úr sögunni. Aðstoðarbeiðni var því afturkölluð og Herjólfur er á leiðinni aftur til eyja.

Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi Eimskips segir að atvikið hafi sýnt það og sannað að viðbragðsáætlun þeirra er að virka sem skildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×