Gummi Ben á lokaorðin í umfjöllun Guardian um fótboltaævintýri Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 14:30 Vísir/Samsett mynd Íslenska fótboltalandsliðið er ekki hætt að stela fyrirsögunum fjölmiðla heimsins þótt að það séu sex mánuðir liðnir frá því að Evrópumótinu í Frakklandi lauk. Nú keppast erlendir fjölmiðlar við að gera upp árið og þar kemur íslenska fótboltaævintýrið mikið við sögu. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti og endaði á því að senda Englendinga heim og komast alla leið í átta liða úrslitin. Fótboltaævintýri Íslendinga í júní er eins stærsta frétt ársins 2016 og Guardian velur framgöngu íslensks fótboltalandsliðsins sem eina af eftirminnilegustu fótboltamómentum ársins. Amy Lawrence, blaðamaður Guardian, skrifar um íslenska landsliðið á EM. Hún fer þar yfir það þegar Cristiano Ronaldo gerði lítið úr hugarfari íslenska liðsins sem fagnaði innilega eftir jafntefli í fyrsta leik á móti verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Hún segir líka frá heimsfrægð Guðmundar Benediktssonar sem var á allra vörum í fótboltaheiminum eftir ótrúlega lýsingu hans á sigurmarki Íslands á móti Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar. Hún fer líka vel yfir leikinn á móti Englandi þegar íslenska landsliðið lenti undir í upphafi leiks en hafst ekki upp og snéri leiknum sér í vil og sendi á endanum enska landsliðið heima af EM. Amy lýsir fagnaðarlátum íslenska liðsins eftir lokaflautið gall í Englandsleiknum og hvernig landsliðsmennirnir fögnuðu með stuðningsfólki sínu og gerðu Húh-ið heimsfrægt. Amy Lawrence endaði upprifjun sína á því að vitna í orð Guðmundar Benediktssonar eftir að íslenska landsliðið hafði unnið Englendinga en þar endar á hann orðunum „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“. Amy var búin að þýða orð Guðmundar yfir á ensku: „We’re never going home! Just look at this! Such things have never been seen! I can’t believe my own eyes! This is … Never wake me up! Never wake me up from this insane dream!“Það má finna alla umfjöllun Amy með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið er ekki hætt að stela fyrirsögunum fjölmiðla heimsins þótt að það séu sex mánuðir liðnir frá því að Evrópumótinu í Frakklandi lauk. Nú keppast erlendir fjölmiðlar við að gera upp árið og þar kemur íslenska fótboltaævintýrið mikið við sögu. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti og endaði á því að senda Englendinga heim og komast alla leið í átta liða úrslitin. Fótboltaævintýri Íslendinga í júní er eins stærsta frétt ársins 2016 og Guardian velur framgöngu íslensks fótboltalandsliðsins sem eina af eftirminnilegustu fótboltamómentum ársins. Amy Lawrence, blaðamaður Guardian, skrifar um íslenska landsliðið á EM. Hún fer þar yfir það þegar Cristiano Ronaldo gerði lítið úr hugarfari íslenska liðsins sem fagnaði innilega eftir jafntefli í fyrsta leik á móti verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Hún segir líka frá heimsfrægð Guðmundar Benediktssonar sem var á allra vörum í fótboltaheiminum eftir ótrúlega lýsingu hans á sigurmarki Íslands á móti Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar. Hún fer líka vel yfir leikinn á móti Englandi þegar íslenska landsliðið lenti undir í upphafi leiks en hafst ekki upp og snéri leiknum sér í vil og sendi á endanum enska landsliðið heima af EM. Amy lýsir fagnaðarlátum íslenska liðsins eftir lokaflautið gall í Englandsleiknum og hvernig landsliðsmennirnir fögnuðu með stuðningsfólki sínu og gerðu Húh-ið heimsfrægt. Amy Lawrence endaði upprifjun sína á því að vitna í orð Guðmundar Benediktssonar eftir að íslenska landsliðið hafði unnið Englendinga en þar endar á hann orðunum „Aldrei vekja mig frá þessum geggjaða draumi“. Amy var búin að þýða orð Guðmundar yfir á ensku: „We’re never going home! Just look at this! Such things have never been seen! I can’t believe my own eyes! This is … Never wake me up! Never wake me up from this insane dream!“Það má finna alla umfjöllun Amy með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira