Erlent

Færeyingar takast á við afleiðingar Urðar

Atli Ísleifsson skrifar
Verstu hviðurnar fóru upp í 79 metra á sekúndu.
Verstu hviðurnar fóru upp í 79 metra á sekúndu.
Færeyingar hafa á síðustu dögum tekist á við að hreinsa götur og lóðir eftir að óveðrið Urður gekk yfir eyjarnar á jóladag og annan dag jóla.

Þök og klæðningar fuku af húsum og vindurinn tók með sér ýmsa lauslega muni, en verstu hviðurnar fóru upp í 79 metra á sekúndu.

Í myndskeiðunum að neðan má meðal annars sjá aðstæður þar sem þak hafði fokið af geymslubyggingu, hvernig bílar höfðu fokið af veginum og hvernig veðrið birtist Færeyingum yfir jóladagana.

Þá hefur Kringvarpið tekið saman myndir sem bárust frá lesendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×