Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Mikil aðsókn var í Kvennaathvarfið um jólahátíðina. Konur dvelja nú lengur í athvarfinu og er staðan á húsnæðismarkaði sögð hafa áhrif á það. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar verður einnig fjallað um storminn sem gengur nú yfir landið en björgunarsveitir verða áfram í viðbragðsstöðu enda ekkert lát á óveðrinu.



Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um flugeldasölu Landsbjargar sem hefst á morgun en þetta er í síðasta skiptið sem stærri skottertur verða seldar. Er það mikið áfall fyrir Landsbjörg.

Þá verður rætt við öryggisvörð sem bjargaði eldri konu út úr reykfylltri íbúð aðfaranótt annars í jólum. Hann segir það vera góða tilfinningu að bjarga lífi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×