Innlent

Kona slasaðist á Bergárdalsheiði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
TF-LÍF var send af stað.
TF-LÍF var send af stað. Vísir/Pjetur
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 15:56 beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna konu sem slasaðist á Bergárdalsheiði, skammt norður af Höfn í Hornafirði.

Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að um svipað leyti hafi borist boð frá neyðarsendi sem virkjaður var á þessum slóðum og sendi stjórnstöðin björgunarsveitinni á staðnum staðsetninguna.

TF-LÍF fór í loftið klukkan 16:35. Laust fyrir klukkan fimm tilkynnti svæðisstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Hornafirði að björgunarlið væri komið á staðinn og þyrlunnar væri ekki lengur þörf.

Henni var því snúið við og lenti þyrlan í Reykjavík klukkan 17.19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×