Fótbolti

Lokeren ekki tapað í síðustu sex deildarleikjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi í leik með Lokeren.
Sverrir Ingi í leik með Lokeren. vísir/getty
Íslendingaliðið Lokeren gerði markalaust jafntefli við Waasland-Beveren í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn fyrir Lokeren í miðri vörn liðsins, en hann fékk að líta gula spjaldið. Ari Freyr Skúlason var ekki í leikmannahópnum.

Lokeren er eftir jafnteflið í tíunda sæti deildarinnar með 24 stig, en Rúnar Kristinsson þjálfar eins og kunnugt er liðið. Arnar Þór Viðarsson er aðstoðarþjálfari.

Lokeren hefur ekki tapað í deildinni síðan 20. nóvember þegar þeir töpuðu fyrir Sporting Charleroi 2-1. Síðan þá hafa þeir náð í þrjá sigra og þrjú jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×