Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hlýðum við á ræðu Agnesar M. Sigurðardóttur úr árlegri jólapredikun í Dómkirkjunni. Við skoðum hvernig jólahaldi er háttað víða um heim og hittum hryssuna Litbrá frá Sölvholti í Flóa en hún kom eiganda sínum heldur betur á óvart því hún kastaði folaldi úti í snjó og frosti. Þrír folar koma til greina sem pabbar folaldsins.

Þá verður rætt við bílaáhugamann sem undanfarin þrjú ár hefur tekið yfir fimmtán hundruð myndir af hinum ýmsu bílum sem gerðir hafa verið upp hér á landi. Hann segir myndirnar vera óð til íslenskra bifvélavirkja og hugvitsmanna.

Þetta og meira til á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18.30, og í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×