Innlent

Handteknir eftir húsbrot og líkamsárás

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/Ernir
Lögreglan handtók í nótt tvo menn við Nóatún sem grunaðir eru um innbrot, eignaspjöll, líkamsárás og brot á vopnalögum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu á meðan málið er í rannsókn, að því er segir í skeyti lögreglu. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um málið.

Þá var ölvaður maður handtekinn í Breiðholti klukkan sex í gærkvöldi grunaður um heimilisofbeldi og eignaspjöll, og var hann einnig færður í fangaklefa.

Um klukkan hálf sex var karlmaður, einnig ölvaður, handtekinn í Kópavogi vegna gruns um hótanir og brot á vopnalögum, en kemur fram í skeytinu hvers eðlis hótanirnar voru né vopnin.

Lögreglan var kölluð út um klukkan hálf eitt í nótt eftir ítrekaðar tilkynningar um hávaða frá íbúð við Háaleitisbraut. Í skeytinu segir að lögreglumenn hafi ítrekað þurft að koma að íbúðinni þar sem húsráðandi hafi talið sig geta gert það sem hann vildi í eigin íbúð. Honum hafi að lokum verið tilkynnt að hann yrði kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.

Laust fyrir klukkan hálf tólf í gærkvöldi var tilkynnt um eld í húsi á Álftanesi. Eldur hafði kviknað í bekk og náð að teygja sig í þakskegg hússins og reykur hafði borist inn í húsið. Talið er að eldsupptök séu frá útikerti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×