Fótbolti

Fimm leikir án taps hjá Lokeren

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lokeren hefur aðeins tapað einum deildarleik af sjö undir stjórn Rúnars.
Lokeren hefur aðeins tapað einum deildarleik af sjö undir stjórn Rúnars. vísir/getty
Lokeren hefur heldur betur tekið við sér eftir að Rúnar Kristinsson tók við þjálfun þess um þarsíðustu mánaðarmót.

Lokeren er ósigrað í síðustu fimm leikjum sínum í belgísku úrvalsdeildinni en í kvöld kom liðið til baka og náði í stig gegn Standard Liege á útivelli. Lokatölur 1-1.

Sverrir Ingi Ingason og Ari Freyr Skúlason voru í byrjunarliði Lokeren og áttu báðir þátt í jöfnunarmarki liðsins sem Mijat Maric skoraði á 73. mínútu.

Rúnar hefur nú stýrt Lokeren í sjö deildarleikjum. Þrír þeirra hafa unnist, þrír endað með jafntefli og aðeins einn tapast.

Lokeren er í 11. sæti deildarinnar með 23 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Waasland-Beveren á annan dag jóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×