Okkar Kópavogur – Kársnesið Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 21. desember 2016 11:33 Á fundi sem Kópavogsbær boðaði til í Kársnesskóla þriðjudaginn 29. nóvember síðastliðinn voru kynntar skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog. Þróunarsvæðið er vestast á nesinu og einnig norðan megin í Fossvoginum. Nokkuð margir lögðu leið sína á þennan fund og kynningin var ekki af verri endanum. Flott myndasýning af öllu sem hugsanlega gæti verið byggt á svæðinu ásamt því að farið var yfir vinningstillögu úr Nordic Built, Spot on Kársnes, og samgöngur á nesinu. Ég ætla ekki að gleyma jákvæðninni sem var í boði bæjarstjórans og skipulagsfulltrúans. Jákvæðnin fólst í: - brú yfir Fossvoginn, fyrir gangandi, hjólandi og strætó - 1200 íbúðum - 35.000 m2 atvinnuhúsnæði - eitt hótel og mögulega fleiri - fasteignaverð myndi hækka með tíð og tíma Ég verð að viðurkenna að ég vil mjög gjarnan sjá breytingar á þessu umrædda svæði en ég smitaðist ekki af þessari ofur jákvæðni. Af hverju? Samkvæmt tillögum þá er verið að skoða þrengingu á Kársnesbrautinni austan Urðarbrautar og einnig Borgarholtsbrautar vegna aukinnar umferðar bíla. Þessar breytingar á gatnakerfinu myndu auka öryggi og styrking almenningssamgangna ásamt brúnni myndu dreifa umferðarálagi! Samkvæmt spám og útreikningum er áætlað að umferð um Kársnesbrautina myndi aukast úr um það bil 6.500 bílum á dag í 16.300 bíla á dag. Nei, fyrirgefið mér 12.300 bíla á dag vegna styrkingar almenningssamgangna! Ef markmiðið er að efla bíllausan lífstíl þá gefur þetta góð fyrirheit um framtíðina og minnkandi umferð um Kársnesið. Kársnesbraut er skilgreind sem umferðarmikil gata og viðbúið að hljóðstyrkur hækki um 1-7 dB(A) á framkvæmdatíma. Við ákveðið hús við götuna voru gerðar mælingar á umferðarhávaða í maí 1994. Þær sýndu umferðarhávaða utanhúss upp á 61,6 dB(A). Það væri gaman að heyra frá bæjaryfirvöldum hvort nýrri mælingar liggi fyrir þar sem umferð hefur margfaldast á þeim 22 árum sem liðin eru frá ofangreindri mælingu. Ég er að rembast við að vera jákvæður því ég vil mjög gjarnan að þetta svæði verði fallegt en ég skil ekki hugmyndafræðina. Er markmiðið að endurvekja brandarann um gatnakerfið í Kópavogi? Hvernig eiga göturnar á Kársnesinu að þola alla þessa umferð? Eiga allir íbúar Kársness að taka upp bíllausan lífstíl af því að í samanburðarborginni Þrándheimi er þetta allt svo æðislegt? Nær golfstraumurinn alla leið þangað? Á fundinum leið mér eins og að bæjarstjórinn og skipulagsfulltrúinn væru að gefa mér sítrónu og með jákvæðni og sannfæringarkrafti reyndu að segja mér að þetta væri appelsína. Íbúalýðræðið sem bæjaryfirvöld eru að bjóða upp á er ekkert annað en sýndarlýðræði. Hvernig væri að þið færuð að vinna fyrir fólkið ykkar ekki verktakana sem vilja bara byggja meira og hærra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi sem Kópavogsbær boðaði til í Kársnesskóla þriðjudaginn 29. nóvember síðastliðinn voru kynntar skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði á Kársnesi og brú yfir Fossvog. Þróunarsvæðið er vestast á nesinu og einnig norðan megin í Fossvoginum. Nokkuð margir lögðu leið sína á þennan fund og kynningin var ekki af verri endanum. Flott myndasýning af öllu sem hugsanlega gæti verið byggt á svæðinu ásamt því að farið var yfir vinningstillögu úr Nordic Built, Spot on Kársnes, og samgöngur á nesinu. Ég ætla ekki að gleyma jákvæðninni sem var í boði bæjarstjórans og skipulagsfulltrúans. Jákvæðnin fólst í: - brú yfir Fossvoginn, fyrir gangandi, hjólandi og strætó - 1200 íbúðum - 35.000 m2 atvinnuhúsnæði - eitt hótel og mögulega fleiri - fasteignaverð myndi hækka með tíð og tíma Ég verð að viðurkenna að ég vil mjög gjarnan sjá breytingar á þessu umrædda svæði en ég smitaðist ekki af þessari ofur jákvæðni. Af hverju? Samkvæmt tillögum þá er verið að skoða þrengingu á Kársnesbrautinni austan Urðarbrautar og einnig Borgarholtsbrautar vegna aukinnar umferðar bíla. Þessar breytingar á gatnakerfinu myndu auka öryggi og styrking almenningssamgangna ásamt brúnni myndu dreifa umferðarálagi! Samkvæmt spám og útreikningum er áætlað að umferð um Kársnesbrautina myndi aukast úr um það bil 6.500 bílum á dag í 16.300 bíla á dag. Nei, fyrirgefið mér 12.300 bíla á dag vegna styrkingar almenningssamgangna! Ef markmiðið er að efla bíllausan lífstíl þá gefur þetta góð fyrirheit um framtíðina og minnkandi umferð um Kársnesið. Kársnesbraut er skilgreind sem umferðarmikil gata og viðbúið að hljóðstyrkur hækki um 1-7 dB(A) á framkvæmdatíma. Við ákveðið hús við götuna voru gerðar mælingar á umferðarhávaða í maí 1994. Þær sýndu umferðarhávaða utanhúss upp á 61,6 dB(A). Það væri gaman að heyra frá bæjaryfirvöldum hvort nýrri mælingar liggi fyrir þar sem umferð hefur margfaldast á þeim 22 árum sem liðin eru frá ofangreindri mælingu. Ég er að rembast við að vera jákvæður því ég vil mjög gjarnan að þetta svæði verði fallegt en ég skil ekki hugmyndafræðina. Er markmiðið að endurvekja brandarann um gatnakerfið í Kópavogi? Hvernig eiga göturnar á Kársnesinu að þola alla þessa umferð? Eiga allir íbúar Kársness að taka upp bíllausan lífstíl af því að í samanburðarborginni Þrándheimi er þetta allt svo æðislegt? Nær golfstraumurinn alla leið þangað? Á fundinum leið mér eins og að bæjarstjórinn og skipulagsfulltrúinn væru að gefa mér sítrónu og með jákvæðni og sannfæringarkrafti reyndu að segja mér að þetta væri appelsína. Íbúalýðræðið sem bæjaryfirvöld eru að bjóða upp á er ekkert annað en sýndarlýðræði. Hvernig væri að þið færuð að vinna fyrir fólkið ykkar ekki verktakana sem vilja bara byggja meira og hærra!
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar