Fótbolti

Spila góðgerðaleik fyrir Chapecoense á óheppilegum tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett
Brasilíska knattspyrnusambandið hefur fundið sér mótherja og leiktíma fyrir söfnunarleik fyrir fjölskyldur leikmanna brasilíska liðsins Chapecoense sem létust í flugslysi á dögunum.

Framtakið er frábært og til mikillar fyrir myndar en leikurinn fer hinsvegar fram á afar óheppilegum tíma. Sjá frétt um leikinn á heimasíðu brasilíska sambandsins.

Chapecoense spilar nefnilega þetta kvöld deildarleik við Joinville en leikurinn fer fram á heimavelli Chapecoense. Brasilía spilar þarna við Kólumbíu en leikurinn var settur á 25. janúar næstkomandi eða einmitt á sama tíma og Chapecoense spilar sinn fyrsta leik eftir flugslysið.

Það verða aðeins leikmenn sem spila í Brasilíu og Kólumbíu sem spila þennan vináttulandsleik en allur ágóði af leiknum fer til fórnarlamba flugslysins sem varð 28. nóvember síðastliðinn.

71 fórst með flugvélinni sem var að flytja leikmenn, þjálfara, forráðamenn og blaðamann í fyrri úrslitaleik liðsins á móti kólumbíska liðsins Atletico Naciona í Copa Sudamericana keppninni. Aðeins sex lifðu slysið af.

Það var búið að ákveða tímasetningu deildarleiksins þegar brasilíska knattspyrnusambandið gaf út tímasetningu vináttulandsleiksins í gær en sambandið hafði áður greint frá að svona söfnunarleikur væri í bígerð.

Vináttuleikurinn fer fram á Engenhao leikvanginum í Rio de Janeiro en deildarleikurinn er á heimavelli Chapecoense sem er í rúmlega sautján tíma fjarlægð fari menn keyrandi. Það er því ólíklegt að aðstandendur fórnarlambana geti verið á leiknum í Ríó sem er miður. Peningarnir sem safnast munu hinsvegar koma sér mjög vel.


Tengdar fréttir

Forstjóri flugfélagsins handtekinn

Yfirvöld í Bólivíu hafa handtekið forstjóra flugfélagsins sem átti vélina er hrapaði í Kólumbíu með brasilíska fótboltaliðið Chapecoense innanborðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×