Innlent

Sautján milljónir til Björgunarfélags Árborgar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Tryggvi Hjörtur Oddsson, formaður Björgunarfélags Árborgar undirrituðu nýja samninginn að viðstöddum björgunarsveitarfólki.
Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Tryggvi Hjörtur Oddsson, formaður Björgunarfélags Árborgar undirrituðu nýja samninginn að viðstöddum björgunarsveitarfólki. Vísir/Magnús Hlynur
Björgunarfélag Árborgar undirritaði í dag styrktarsamning við Sveitarfélagið Árborg upp á 17 milljónir króna á næstu þremur árum, gegn vinnuframlagi björgunarfélagsins.

„Við erum mjög ánægð með nýja samninginn og kunnum sveitarfélaginu bestu þakkir fyrir. Svona samningurinn hefur mikið að segja fyrir rekstur eins og okkar,“ segir Tryggvi Hjörtur Oddsson, formaður Björgunarfélagsins Árborgar.

„Við erum að tala um félagið sjái um jólalýsinguna á Ölfusárbrú, sjómannadaginn á Stokkseyri, nokkrar flugeldasýningar, brennur um áramótin og síðan er eyrnamerktur rekstrarstyrkur til ungmennastarfsins svo eitthvað sé nefnt,“ bætir Tryggvi Hjörtur við.

Í Björgunarfélagi Árborgar eru um 40 virkir félagar sem eru á útkallslista. Í morgun hófst flugeldasala félagsins í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi en það er langstærsta fjáröflun félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×