Sport

Hörður: Erum komin meðal þeirra fremstu

Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, segir Sundsambandið vera á hraðri uppleið í sundheiminum og íslenskt sundfólk væri að nálgast þá bestu í heiminum. Hörður var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Við vissum að sundfólkið okkar ætti mikið inni. Við höfðum séð fram á það að við ættum möguleika á ýmsu, en auðvitað getur maður ekki gengið út frá einhverjum staðreyndum fyrr en þær eru orðnar," sagði Hörður.

„Þetta sund hjá Hrafnhildi í gær var frábært. Það var vel útfært og taktískt mjög fallegt," en hvað er það sem veldur þessum uppgangi í sundinu?

„Fyrst og fremst er þetta mikil og góð ástundun þessa sundfólks sem þarna í hlut. Þau hafa verið mjög lukkuleg með þjálfara og eru heppinn með þjálfun, bæði hér heima og í Bandaríkjunum."

Hörður segir að Sundsambandið hafi bætt umgjörðina, en vilji gera enn betur í framtíðinni.

„Það er ýmislegt í umgjörðinni sem við höfum verið að reyna laga í gegnum árin og eitt og annað sem við gætum gert miklu betur," sagði Hörður og hélt áfram:

„Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir þá erum við komin með þeirra fremstu þá þurfum við að fara haga okkur og vinna í samræmi við það."

Allt sjónvarpsviðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan, en Hörður var einnig í viðtali í Akraborginni. Það viðtal má heyra hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hrafnhildur í úrslit

Hrafnhildur Lúthersdóttir mun keppa til úrslita í 200 metra bringusundi á morgun á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×