Enski boltinn

Ranieri: Viljum ekki ofurstjörnur heldur hjarta og sál

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Englandsmeistar Leicester, vill aðeins fá leikmenn til félagsins í sumar sem passa inn í fjölskylduna hjá Refunum eins og hann orðar það.

Ítalinn ætlar vitaskuld að styrkja hópinn fyrir titilvörnina á næstu leiktíð en þá verður liðið einnig í riðlakeppni Meistaradeildinnar í fyrsta sinn. Leikjaálagið verður því mun meira.

Hann býst samt ekki við að semja við neinar ofurstjörnur en frá þessu greindi Ranieri á sigurferð Leicester um Taíland. Leicester hefur meðal annars verið orðað við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea og íslenska landsliðsins.

„Fyrir okkur er ekkert mikilvægt að fá einhverjar ofurstjörnur til liðsins. Það er mikilvægara að fá leikmenn sem leggja hjarta sitt og sál í verkefnið,“ segir Ranieri.

„Það var eitt af leynivopnum okkar á síðustu leiktíð og þetta er eitthvað sem er mér mikilvægt. Það er samt líka mikilvægt að vera með tvo menn í hverja stöðu til að vera tilbúnir fyrir allar keppnir.“

„Nýju leikmennirnir þurfa að geta spilað með okkur. Ég mun ekki taka við hverjum sem er. Þeir leikmenn sem kom til Leicester þurfa að búa með okkar fjölskyldu og taka okkur eins og við erum,“ segir Claudio Ranieri.


Tengdar fréttir

Ranieri undirbýr tilboð í Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins, er sagður á óskalista Englandsmeistarana í Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×