Erlent

Rifja upp fordóma og hatur

Samúel Karl Ólason skrifar
Bænastund múslima við þinghús Bandaríkjanna.
Bænastund múslima við þinghús Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Ellefti september er sorglegur dagur í augum Bandaríkjamanna og fleiri vegna hryðjuverkaárásanna árið 2001. Tæplega þrjú þúsund manns létu lífið þegar farþegaflugvélum var flogið á tvíburaturnan og Pentagon. Fimmtán ár voru liðin frá árásunum í gær og voru minningarathafnir haldnar víða um Bandaríkin.

Sjá einnig: 15 ár frá árásinni á Tvíburaturnana

Fjölmargir hafa nú notast við kassamerkið #AfterSeptember11 til að rifja upp aðra sorglega atburði sem voru að einhverju leyti afleiðing árásanna. Margir þeirra voru börn árið 2001 og segja frá því að foreldri hafi verið myrt eða beitt ofbeldi.

Með kassamerkinu eru Bandaríkjamenn sem og aðrir að minnast þess haturs og ofbeldis sem múslimar og aðrir litaðir fundu fyrir og finna enn í kjölfar árásanna.

Sjá einnig: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn.

Kassamerkið leit fyrst dagsins ljós í fyrra. Í samtali við LA Times segir Jessica Talwar að meðlimir annarra trúa hafi fundið fyrir afleiðingum ellefta september í fjórtán ár. Hún segir tilganginn ekki hafa verið að gera lítið úr þjáningum Bandaríkjamanna vegna árásanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×