Enski boltinn

UEFA vísar lyfjamáli Sakho frá

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sakho hefur leikið með Liverpool frá 2013.
Sakho hefur leikið með Liverpool frá 2013. vísir/getty
UEFA hefur vísað máli franska varnarmannsins Mamadou Sakho frá.

Sakho, sem leikur með Liverpool, var settur í 30 daga bann í mars eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

UEFA hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Sakho hafði ekki rangt við og hefur því vísað málinu frá. Lyfið sem hann tók inn var eftir allt ekki á bannlista.

Sakho hefur ekkert spilað frá því í 4-0 sigri Liverpool á Everton 20. apríl en hann missti m.a. af úrslitaleik Evrópudeildarinnar og var ekki valinn í franska landsliðshópinn fyrir EM. Sakho kann UEFA því eflaust litlar þakkir fyrir allt þetta mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×