Innlent

Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Kári Stefánsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Kári Stefánsson. vísir
 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafa verið fýldan út í allt og alla upp á síðkastið og þá sérstaklega íslensku þjóðina.

Þetta segir Kári Stefánsson á Facebook-síðu sinni þar sem hann gagnrýnir ummæli Sigmundar Davíðs sem sagði vafasamt að eyrnamerkja ákveðinn hundraðshluta af landsframleiðslu til heilbrigðismála. Kári Stefánsson stofnaði til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni endurreisn.is þar sem skorað er á yfirvöld að eyða allt að 11 prósentum til heilbrigðismála.

Kári segir Sigmund Davíð hafa reynt að vera skemmtilegan á Facebook-síðu sinni á kostnað undirskriftasöfnunar Kára þar sem forsætisráðherra sagði Sierra Leone og önnur fátæk ríki leggja stærri hluta af sinni landsframleiðslu til heilbrigðismála en Ísland. 

„So what? Það sýnir einfaldlega að sú fátæka þjóð sem býr í því stríðshrjáða landi sem við köllum Sierra Leone er reiðubúin til þess að fórna hlutfallslega meiru en við til þess að hlúa að þeim sem minna mega sín. Sigmundur Davíð, við eigum að taka þetta fólk okkur til fyrirmyndar hvað þetta snertir í stað þess að tala um þau af lítilsvirðingu,“ skrifar Kári. 

Forsætisráðherra tjáði sig um undirskriftarsöfnunina á fésbókarsíðu sinni í gærmorgun og greip til þess ráðs að reyna að...

Posted by Kari Stefansson on Tuesday, January 26, 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×