Guðrún Margrét um fóstureyðingar: „Við erum að taka líf í rauninni“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 15:14 „Allir hafa rétt til lífs og við eigum að vernda líka ófædd börn. Mér finnst það okkar skylda,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi í Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hún ræddi kristna trú við þáttastjórnendur. Hún sagðist vera þeirrar skoðun að leyfa ætti fóstureyðingar í vissum tilfellum en almennt bæri Íslendingum sem þjóð að vernda ófædd börn. „Ég held að það sé líka oft þrýstingur á konur að fara í þessa aðgerð. Ég hef hitt konur og heyrt af konum sem búa við sektarkennd og líður ekkert vel eftir þetta,“ sagði Guðrún.Hún sagðist hvetja konur til að fara í gegnum það ferli að eignast barnið í stað þess að fara í fóstureyðingu. „Barnið verður yndislegt, það mun veita gleði,“ sagði Guðrún en sagðist gera sér greina fyrir því að ýmsar aðstæður kölluðu á fóstureyðingu.„Við erum að taka líf í rauninni“ „Ég held að við getum lagt aðeins meira á okkur og leyft þessum börnum að fæðast af því að það eru öll gen komin, persónuleikinn er kominn, þetta eru einstaklingar.“ Spurð hvort hún líti á fóstureyðingu sem mannsmorð sagði hún ekki gott að segja það þannig því málið væri viðkvæmt fyrir mörgum. „Við erum að taka líf í rauninni. Á seinni tímum meðgöngu er þetta álitinn glæpur og þetta er ekki nema einhverjir mánuðir, þetta er sami einstaklingur.“Giftingar samkynhneigðra fyrir utan kirkjur Spurð út í giftingar samkynhneigðra sagðist hún vera þeirrar skoðunar að halda ætti þeim fyrir utan kirkjuna og samkynhneigðir ættur frekar að gifta sig hjá sýslumanni. Hún sagði guð elska alla menn og þar skipti ekki máli hver maðurinn er, öllum erum við jöfn fyrir guði. „Ég veit að guð hefur skapað hjónabandið og það er leið guðs. Allt sem er þar fyrir utan erum við svolítið að fara okkar eigin leiðir. “ Hún sagðist ekki ætla að dæma og sem forseti myndi ekki reyna að skipta sér af því hvernig þessum málum er háttað. Vill kristinfræði í skóla Hún sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að kenna ætti kristinfræði í skólum landsins. „Að kenna ekki kristnifræðum í skólum í landi sem er kristið og með öll þessi gildi, það er bara eins og að kenna tungumálafræði í stað þess að kenna íslensku. Þetta eru rætur okkar.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
„Allir hafa rétt til lífs og við eigum að vernda líka ófædd börn. Mér finnst það okkar skylda,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi í Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hún ræddi kristna trú við þáttastjórnendur. Hún sagðist vera þeirrar skoðun að leyfa ætti fóstureyðingar í vissum tilfellum en almennt bæri Íslendingum sem þjóð að vernda ófædd börn. „Ég held að það sé líka oft þrýstingur á konur að fara í þessa aðgerð. Ég hef hitt konur og heyrt af konum sem búa við sektarkennd og líður ekkert vel eftir þetta,“ sagði Guðrún.Hún sagðist hvetja konur til að fara í gegnum það ferli að eignast barnið í stað þess að fara í fóstureyðingu. „Barnið verður yndislegt, það mun veita gleði,“ sagði Guðrún en sagðist gera sér greina fyrir því að ýmsar aðstæður kölluðu á fóstureyðingu.„Við erum að taka líf í rauninni“ „Ég held að við getum lagt aðeins meira á okkur og leyft þessum börnum að fæðast af því að það eru öll gen komin, persónuleikinn er kominn, þetta eru einstaklingar.“ Spurð hvort hún líti á fóstureyðingu sem mannsmorð sagði hún ekki gott að segja það þannig því málið væri viðkvæmt fyrir mörgum. „Við erum að taka líf í rauninni. Á seinni tímum meðgöngu er þetta álitinn glæpur og þetta er ekki nema einhverjir mánuðir, þetta er sami einstaklingur.“Giftingar samkynhneigðra fyrir utan kirkjur Spurð út í giftingar samkynhneigðra sagðist hún vera þeirrar skoðunar að halda ætti þeim fyrir utan kirkjuna og samkynhneigðir ættur frekar að gifta sig hjá sýslumanni. Hún sagði guð elska alla menn og þar skipti ekki máli hver maðurinn er, öllum erum við jöfn fyrir guði. „Ég veit að guð hefur skapað hjónabandið og það er leið guðs. Allt sem er þar fyrir utan erum við svolítið að fara okkar eigin leiðir. “ Hún sagðist ekki ætla að dæma og sem forseti myndi ekki reyna að skipta sér af því hvernig þessum málum er háttað. Vill kristinfræði í skóla Hún sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að kenna ætti kristinfræði í skólum landsins. „Að kenna ekki kristnifræðum í skólum í landi sem er kristið og með öll þessi gildi, það er bara eins og að kenna tungumálafræði í stað þess að kenna íslensku. Þetta eru rætur okkar.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00