400 þúsund í miskabætur fyrir óþarflega langt gæsluvarðhald Bjarki Ármannsson skrifar 5. febrúar 2016 14:07 Maðurinn sætti um tíma rannsókn í tengslum við rekstur spilavítis í Skeifunni. Vísir/Anton Brink Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa haldið honum í gæsluvarðhaldi að ósekju dagana 18. til 21. desember 2012. Maðurinn sætti á þeim tíma rannsókn vegna gruns um að hagnast með ólögmætum hætti á rekstri spilavítisins Poker and Play í Skeifunni en rannsókn á hendur honum var síðar felld niður. Maðurinn var handtekinn þann 11. desember árið 2012 í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Á sama tíma var gerð húsleit í húsnæði Poker and Play. Maðurinn var einn fjögurra sem grunur beindist að á þeim tíma en hin þrjú voru síðar öll ákærð og hlutu fangelsisdóm í nóvember síðastliðnum.Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að bótakrafa mannsins byggði meðal annars á því að hann hafi orðið fyrir tjóni með því að hafa verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald og haldið þar í einangrun í tíu daga. Í kröfunni segir jafnframt að gæsluvarðhaldið hafi verið framkvæmt með „óþarflega harkalegum, særandi og móðgandi hætti.“ Maðurinn fór fram á þrjár milljónir króna í miskabætur, miðað við 300 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann dvaldi í einangrun.Ekki efni til gæsluvarðhalds eftir 18. desember Héraðsdómur taldi þó að maðurinn hefði sjálfur stuðlað að því að gæsluvarðhalds var krafið yfir honum á sínum tíma. Til að mynda hefðu verulegir fjármunir runnið inn á reikning hans frá áhugamannafélaginu Poker and Play, þar sem hann var meðstjórnandi, á meðan hann var án atvinnu. Þá hafi undandráttur hans á svörum við skýrslutöku gefið lögreglu fullt tilefni til að rannsaka frekar atriði er sneru að hugsanlegum refsiverðum verknaði. Héraðsdómur taldi þó einnig að það hafi ekki verið efni til að hann sætti gæsluvarðhaldi allt til 21. desember eftir yfirheyrsluna sem fram fór 18. desember. Var honum sem fyrr segir ákvarðaðar miskabætur fyrir þann tíma. Tvö þríeykisins sem ákært var fyrir rekstur spilavítisins hlutu níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm en það þriðja tólf mánaða skilorðsbundinn dóm. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa haldið honum í gæsluvarðhaldi að ósekju dagana 18. til 21. desember 2012. Maðurinn sætti á þeim tíma rannsókn vegna gruns um að hagnast með ólögmætum hætti á rekstri spilavítisins Poker and Play í Skeifunni en rannsókn á hendur honum var síðar felld niður. Maðurinn var handtekinn þann 11. desember árið 2012 í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Á sama tíma var gerð húsleit í húsnæði Poker and Play. Maðurinn var einn fjögurra sem grunur beindist að á þeim tíma en hin þrjú voru síðar öll ákærð og hlutu fangelsisdóm í nóvember síðastliðnum.Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að bótakrafa mannsins byggði meðal annars á því að hann hafi orðið fyrir tjóni með því að hafa verið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald og haldið þar í einangrun í tíu daga. Í kröfunni segir jafnframt að gæsluvarðhaldið hafi verið framkvæmt með „óþarflega harkalegum, særandi og móðgandi hætti.“ Maðurinn fór fram á þrjár milljónir króna í miskabætur, miðað við 300 þúsund krónur fyrir hvern dag sem hann dvaldi í einangrun.Ekki efni til gæsluvarðhalds eftir 18. desember Héraðsdómur taldi þó að maðurinn hefði sjálfur stuðlað að því að gæsluvarðhalds var krafið yfir honum á sínum tíma. Til að mynda hefðu verulegir fjármunir runnið inn á reikning hans frá áhugamannafélaginu Poker and Play, þar sem hann var meðstjórnandi, á meðan hann var án atvinnu. Þá hafi undandráttur hans á svörum við skýrslutöku gefið lögreglu fullt tilefni til að rannsaka frekar atriði er sneru að hugsanlegum refsiverðum verknaði. Héraðsdómur taldi þó einnig að það hafi ekki verið efni til að hann sætti gæsluvarðhaldi allt til 21. desember eftir yfirheyrsluna sem fram fór 18. desember. Var honum sem fyrr segir ákvarðaðar miskabætur fyrir þann tíma. Tvö þríeykisins sem ákært var fyrir rekstur spilavítisins hlutu níu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm en það þriðja tólf mánaða skilorðsbundinn dóm.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira