Fótbolti

Klose leggur skóna á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klose fagnar hér marki á HM 2014.
Klose fagnar hér marki á HM 2014. vísir/getty
Þýski markahrókurinn Miroslav Klose hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 38 ára að aldri.

Hann átti heldur betur frábæran feril en Klose er markahæsti leikmaður í sögu HM en hann skoraði alls 16 mörk í lokakeppnum HM.

Hann er einnig markahæsti leikmaður í sögu þýska landsliðsins með 71 mark í 137 landsleikjum.

Klose lék með Humburg, Kaiserslautern, Werder Bremen, FC Bayern og Lazio á ferlinum. Síðustu fimm ár ferilsins var hann hjá Lazio.

Hann mun nú hella sér út í þjálfun og þegar hann hefur náð réttindum verður hann aðstoðarþjálfari Joachim Löw með þýska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×