Fótbolti

Hólmar Örn búinn að semja við Maccabi Haifa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í Ísrael eftir áramót.
Hólmar Örn Eyjólfsson spilar í Ísrael eftir áramót. vísir/getty
Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður í fótbolta, er genginn í raðir ísraelska úrvalsdeildarliðsins Maccabi Haifa en félagið sendi tilkynningu frá sér á fjölmiðla þar í landi í dag. Hann verður gjaldgengur með liðinu eftir áramót. Verdens Gang greindi frá því að ísraelska félagið borgi 130 milljónir króna fyrir miðvörðinn.

Maccabi Haifa hefur ellefu sinnum orðið ísraelskur meistari, síðast árið 2011. Það er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig, tíu stigum á eftir toppliði Hapoel Beer Sheva.

Hólmar kemur til Maccabi Haifa frá Rosenborg í Noregi. Þar hefur hann spilað frá miðju sumri árið 2014 og verið einn besti miðvörðurinn í norsku úrvalsdeildinni. Hann vann norsku deildina og bikarinn undanfarin tvö tímabil.

Hann er annar Íslendingurinn sem spilar í Ísrael en Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Maccabi Tel Aviv.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×