Bjarni greindi forsetanum frá stöðu mála í dag Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2016 19:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með forseta Íslands í dag og gerði honum grein fyrir stöðu mála og þeirri fyrirætlan sinni að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir lok þessarar viku. Bjarni vill þriggja flokka stjórn með rúman meirihluta. Bjarni Benediktsson hefur nú haft stjórnarmyndunarumboðið í sex daga. Hann heldur en öllum mögleikum opnum varðandi samstarf við aðra flokka. Bjarni hefur fundað með formönnum annarra flokka og metið stöðuna með þingflokki sínum. Honum þætti best að það kæmu ekki fleiri en þrír flokkar að ríkisstjórn. Hann telji meirihlut með Viðreisn og Bjatri framtíð og veikan en það málefnin ráði ferðinni.Ertu að bera víurnar svolítið í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar. En á hinn bóginn væri það ríkisstjórn sem myndi spanna meiri breidd í pólitíkinni. Og kannski við þær aðstæður sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru tveir stærstu flokkar á þingivisir/anton brinkVon á formlegum viðræðum í þessari viku Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru enn ekki hafnar en Bjarni segir að þær hljóti að hefjast í þessari viku. „Það gæti hrokkið í það hvenær sem er ef ég og viðkomandi komumst að þeirri niðurstöðu að við séum tilbúin að láta á það reyna. En ég ætla líka að vera búinn að gera forsetanum grein fyrir því hvernig ég met stöðuna,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann hitt síðan forsetann eftir hádegi í dag. Það er greinilegt að Bjarni hefur áhuga á samstarfi við Vinstri græn en Katrín Jakobsdóttir formaður VG hefur ekki tekið vel í slíkt samstarf opinberlega og lýst vilja til að mynda vinstristjórn. Það er því ekki sjálfgefið að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn. „Það er ekkert gefið í þessu. Ég og minn þingflokkur erum ekki að hugsa um það að mynda bara einhvern veginn stjórn til þess eins að mynda stjórn,“ segir Bjarni. Það þurfi að mynda sterka ríkisstjórn til að taka á stöðunni á vinnumarkaði og það þurfi að finna leiðir til að setja fjármuni í uppbyggingu innviða án þess að fara framúr sér í nýjum útgjöldum. „Að mynda sterka stjórn er markmiðið og ég er enn vongóður um að það geti tekist,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með forseta Íslands í dag og gerði honum grein fyrir stöðu mála og þeirri fyrirætlan sinni að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir lok þessarar viku. Bjarni vill þriggja flokka stjórn með rúman meirihluta. Bjarni Benediktsson hefur nú haft stjórnarmyndunarumboðið í sex daga. Hann heldur en öllum mögleikum opnum varðandi samstarf við aðra flokka. Bjarni hefur fundað með formönnum annarra flokka og metið stöðuna með þingflokki sínum. Honum þætti best að það kæmu ekki fleiri en þrír flokkar að ríkisstjórn. Hann telji meirihlut með Viðreisn og Bjatri framtíð og veikan en það málefnin ráði ferðinni.Ertu að bera víurnar svolítið í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar. En á hinn bóginn væri það ríkisstjórn sem myndi spanna meiri breidd í pólitíkinni. Og kannski við þær aðstæður sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru tveir stærstu flokkar á þingivisir/anton brinkVon á formlegum viðræðum í þessari viku Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru enn ekki hafnar en Bjarni segir að þær hljóti að hefjast í þessari viku. „Það gæti hrokkið í það hvenær sem er ef ég og viðkomandi komumst að þeirri niðurstöðu að við séum tilbúin að láta á það reyna. En ég ætla líka að vera búinn að gera forsetanum grein fyrir því hvernig ég met stöðuna,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann hitt síðan forsetann eftir hádegi í dag. Það er greinilegt að Bjarni hefur áhuga á samstarfi við Vinstri græn en Katrín Jakobsdóttir formaður VG hefur ekki tekið vel í slíkt samstarf opinberlega og lýst vilja til að mynda vinstristjórn. Það er því ekki sjálfgefið að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn. „Það er ekkert gefið í þessu. Ég og minn þingflokkur erum ekki að hugsa um það að mynda bara einhvern veginn stjórn til þess eins að mynda stjórn,“ segir Bjarni. Það þurfi að mynda sterka ríkisstjórn til að taka á stöðunni á vinnumarkaði og það þurfi að finna leiðir til að setja fjármuni í uppbyggingu innviða án þess að fara framúr sér í nýjum útgjöldum. „Að mynda sterka stjórn er markmiðið og ég er enn vongóður um að það geti tekist,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15
„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19
Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05