Matthías: Ég myndi fylla á brúsana fyrir landsliðið ef ég væri beðinn um það Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2016 06:00 Matthías í leik með Rosenborg í Evrópudeildinni. fréttablaðið/afp „Það verður að fagna þessum titlum og við áttum ákaflega gott kvöld,“ segir Matthías Vilhjálmsson nýkrýndur Noregsmeistari með Rosenborg. Liðið var reyndar löngu búið að tryggja sér titilinn en tímabilinu lauk um helgina og titlinum var fagnað þá. „Það var fögnuður niðri í bæ með stuðningsmönnum þar sem mikið var sungið. Svo var bara venjulegt partí. Það var stappað inni á stöðunum en þessir stuðningsmenn eru orðnir góðu vanir.“Geta náð sögulegum árangri Er upp var staðið vann Rosenborg titilinn með 15 stiga mun. Gríðarlegir yfirburðir sem minna á gamla tíma hjá félaginu. Þetta var annar Noregstitill félagsins í röð. „Við tryggðum þetta þegar fimm leikir voru eftir. Náðum góðu forskoti eftir sumarfríið og erum vel að þessu komnir. Við eigum eftir að spila bikarúrslitaleikinn eftir tvær vikur. Hann er gegn B-deildarliði Kongsvinger sem sló út Strömsgodset. Ef við vinnum þann leik verðum við fyrsta liðið í sögunni til að vinna tvöfalt tvö ár í röð,“ segir Matthías en það yrði magnað afrek. Ekki einu sinni gullaldarlið Rosenborg náði þeim árangri. „Það er vonandi að renna upp ný gullöld en við sjáum til. Ég tel að við getum gert þetta eitthvað áfram. Stefnan er sett á að komast aftur í Meistaradeildina á næstu árum.“ Tveir leikmenn liðsins gerðu allt vitlaust í Noregi er þeir létu mynda sig nakta með bikarinn eftir leik um helgina og settu á samfélagsmiðla. „Tveir mestu flippararnir í liðinu fóru með þetta alla leið. Það skapaði mikla umræðu og ekki allir sáttir. Það þýðir samt ekki að vera bara A4-maður. Allt í lagi að krydda þetta aðeins.“Valinn leikmaður ársins Hinn harðduglegi Matthías er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins sem völdu hann leikmann ársins. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en eftir lokaleikinn. Það eru margir harðkjarnastuðningsmenn liðsins. Ef það eru einhver verðlaun sem maður vill vinna þá eru það þessi verðlaun. Það var mjög ánægjulegt og mikill heiður,“ segir Matthías stoltur en honum er mikið hrósað fyrir að gefa allt í öllum stöðum. Svo muna menn eftir því í fyrra er hann setti gullmedalíuna á uppboð og ágóðinn rann til krabbameinssjúkra barna. Hann lætur því málefni utan vallar sig einnig varða og það kunna stuðningsmenn að meta.Þreytandi til lengdar Matthías tók þátt í 29 af 30 leikjum liðsins í vetur. Var 17 sinnum í byrjunarliðinu en kom 12 sinnum af bekknum. Það sem meira er þá spilaði hann nánast allar stöður nema markið. „Þetta er svolítið þreytandi til lengdar. Síðustu leiki hef ég spilað á kantinum og í lokaleiknum kom ég inn sem djúpur miðjumaður. Svo er ég búinn að spila senterinn og sem sókndjarfur miðjumaður. Þeir eru ánægðir með mig því ég kvarta aldrei og vil gera allt fyrir liðið. Það er samt erfitt að þróa sinn leik þegar manni er kastað út um allt,“ segir Ísfirðingurinn og rifjar upp skemmtilega sögu frá tímabilinu. „Einu sinni átti ég að koma inn sem miðvörður er annar miðvörðurinn okkar meiddist. Hann jafnaði sig og ég fór ekki inn. Þá meiddist senterinn og ég átti að leysa hann af hólmi. Ekkert varð af því þar sem hann jafnaði sig líka. Á endanum kom ég inn á sem djúpur miðjumaður. Það eru ekki margir í fótboltaheiminum sem eru að upplifa svona. Þetta er kærkomin reynsla.“ Matthías segist eftir alla þessa reynslu finna sig best á miðjunni. Hann sé samt vel til í að spila áfram sem framherji. Hvað verður á eftir að koma í ljós. „Ég á eitt ár eftir af samningi við félagið. Svo sjáum við til hvað gerist. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hérna í Þrándheimi. Við erum byrjaðir að ræða framhaldið og allt í góðum farvegi. Ég á eftir að ákveða hvað ég vil gera.“ Einhverjir hafa kallað eftir því að Matthías fái frekari tækifæri með landsliðinu en landsliðsþjálfarinn hefur ekki viljað veðja á hann. Ekki einu sinni þó forföllin séu ansi mörg að þessu sinni. „Það er svekkjandi að vera ekki inn í myndinni núna en hvað getur maður gert? Ég skil svo sem landsliðsþjálfarann að velja ekki mann sem er ekki að spila eina stöðu. Strákarnir í liðinu eru líka að standa sig frábærlega. Það væri samt eitthvað að ef ég væri ekki svekktur yfir að vera ekki valinn. Ég verð bara að spila betur,“ segir hinn 29 ára gamli Matthías sem er ekkert hættur að láta sig dreyma um landsliðið. „Maður lokar aldrei á landsliðið. Ég myndi fylla á brúsana fyrir landsliðið ef ég væri beðinn um það. Það besta sem maður getur gert er að spila fyrir landsliðið og ég loka ekki þeim dyrum fyrr en ég hætti.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
„Það verður að fagna þessum titlum og við áttum ákaflega gott kvöld,“ segir Matthías Vilhjálmsson nýkrýndur Noregsmeistari með Rosenborg. Liðið var reyndar löngu búið að tryggja sér titilinn en tímabilinu lauk um helgina og titlinum var fagnað þá. „Það var fögnuður niðri í bæ með stuðningsmönnum þar sem mikið var sungið. Svo var bara venjulegt partí. Það var stappað inni á stöðunum en þessir stuðningsmenn eru orðnir góðu vanir.“Geta náð sögulegum árangri Er upp var staðið vann Rosenborg titilinn með 15 stiga mun. Gríðarlegir yfirburðir sem minna á gamla tíma hjá félaginu. Þetta var annar Noregstitill félagsins í röð. „Við tryggðum þetta þegar fimm leikir voru eftir. Náðum góðu forskoti eftir sumarfríið og erum vel að þessu komnir. Við eigum eftir að spila bikarúrslitaleikinn eftir tvær vikur. Hann er gegn B-deildarliði Kongsvinger sem sló út Strömsgodset. Ef við vinnum þann leik verðum við fyrsta liðið í sögunni til að vinna tvöfalt tvö ár í röð,“ segir Matthías en það yrði magnað afrek. Ekki einu sinni gullaldarlið Rosenborg náði þeim árangri. „Það er vonandi að renna upp ný gullöld en við sjáum til. Ég tel að við getum gert þetta eitthvað áfram. Stefnan er sett á að komast aftur í Meistaradeildina á næstu árum.“ Tveir leikmenn liðsins gerðu allt vitlaust í Noregi er þeir létu mynda sig nakta með bikarinn eftir leik um helgina og settu á samfélagsmiðla. „Tveir mestu flippararnir í liðinu fóru með þetta alla leið. Það skapaði mikla umræðu og ekki allir sáttir. Það þýðir samt ekki að vera bara A4-maður. Allt í lagi að krydda þetta aðeins.“Valinn leikmaður ársins Hinn harðduglegi Matthías er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins sem völdu hann leikmann ársins. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en eftir lokaleikinn. Það eru margir harðkjarnastuðningsmenn liðsins. Ef það eru einhver verðlaun sem maður vill vinna þá eru það þessi verðlaun. Það var mjög ánægjulegt og mikill heiður,“ segir Matthías stoltur en honum er mikið hrósað fyrir að gefa allt í öllum stöðum. Svo muna menn eftir því í fyrra er hann setti gullmedalíuna á uppboð og ágóðinn rann til krabbameinssjúkra barna. Hann lætur því málefni utan vallar sig einnig varða og það kunna stuðningsmenn að meta.Þreytandi til lengdar Matthías tók þátt í 29 af 30 leikjum liðsins í vetur. Var 17 sinnum í byrjunarliðinu en kom 12 sinnum af bekknum. Það sem meira er þá spilaði hann nánast allar stöður nema markið. „Þetta er svolítið þreytandi til lengdar. Síðustu leiki hef ég spilað á kantinum og í lokaleiknum kom ég inn sem djúpur miðjumaður. Svo er ég búinn að spila senterinn og sem sókndjarfur miðjumaður. Þeir eru ánægðir með mig því ég kvarta aldrei og vil gera allt fyrir liðið. Það er samt erfitt að þróa sinn leik þegar manni er kastað út um allt,“ segir Ísfirðingurinn og rifjar upp skemmtilega sögu frá tímabilinu. „Einu sinni átti ég að koma inn sem miðvörður er annar miðvörðurinn okkar meiddist. Hann jafnaði sig og ég fór ekki inn. Þá meiddist senterinn og ég átti að leysa hann af hólmi. Ekkert varð af því þar sem hann jafnaði sig líka. Á endanum kom ég inn á sem djúpur miðjumaður. Það eru ekki margir í fótboltaheiminum sem eru að upplifa svona. Þetta er kærkomin reynsla.“ Matthías segist eftir alla þessa reynslu finna sig best á miðjunni. Hann sé samt vel til í að spila áfram sem framherji. Hvað verður á eftir að koma í ljós. „Ég á eitt ár eftir af samningi við félagið. Svo sjáum við til hvað gerist. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hérna í Þrándheimi. Við erum byrjaðir að ræða framhaldið og allt í góðum farvegi. Ég á eftir að ákveða hvað ég vil gera.“ Einhverjir hafa kallað eftir því að Matthías fái frekari tækifæri með landsliðinu en landsliðsþjálfarinn hefur ekki viljað veðja á hann. Ekki einu sinni þó forföllin séu ansi mörg að þessu sinni. „Það er svekkjandi að vera ekki inn í myndinni núna en hvað getur maður gert? Ég skil svo sem landsliðsþjálfarann að velja ekki mann sem er ekki að spila eina stöðu. Strákarnir í liðinu eru líka að standa sig frábærlega. Það væri samt eitthvað að ef ég væri ekki svekktur yfir að vera ekki valinn. Ég verð bara að spila betur,“ segir hinn 29 ára gamli Matthías sem er ekkert hættur að láta sig dreyma um landsliðið. „Maður lokar aldrei á landsliðið. Ég myndi fylla á brúsana fyrir landsliðið ef ég væri beðinn um það. Það besta sem maður getur gert er að spila fyrir landsliðið og ég loka ekki þeim dyrum fyrr en ég hætti.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira