Enski boltinn

Sextán ára strákur skoraði með sinni fyrstu snertingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jack Aitchison fagnar marki í leik með unglingaliði Celtic.
Jack Aitchison fagnar marki í leik með unglingaliði Celtic. vísir/getty
Jack Aitchison skráði sig í sögubækurnar hjá skoska stórveldinu Celtic í dag þegar liðið spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu gegn Motherwell.

Celtic vann 7-0 stórsigur, en Jack Aitchison kom inná sem varamaður á 75. mínútu. Hann varð þá yngsti leikmaðurinn í sögu Celtic til að spila fyrir klúbbinn.

Hann er 16 ára og 71 daga gamall, en hann lét það ekki nægja heldur skoraði hann tveimur mínútum síðar með sinni fyrsti snertingu.

Því varð hann einnig yngsti leikmaður í sögu félagsins til að skora. Ekki amalegt það

Celtic var búið að tryggja sér skoska meistaratitilinn, en þeir unnu deildina með fimmtán stiga mun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×