Enski boltinn

Tottenham niðurlægt og missti af öðru sætinu

Vonbrigði.
Vonbrigði. vísir/getty
Tottenham klúðraði öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á ævintýralegan hátt í dag þegar þeir töpuðu 5-1 fyrir Newcastle á útivelli.

Englandsmeistarar síðustu tveggja ára gerðu jafntefli á Stamford Bridge í dag þar sem leikmenn og þjálfarateymi Chelsea stóðu heiðursvörð fyrir Leicester.

Chelsea og Leicester gerðu 1-1 jafntefli í dag, en Fabregas kom Chelsea yfir af vítapunktinum. Danny Drinkwater jafnaði svo metin og lokatölur 1-1.

Magnað tímabil á enda hjá Leicester sem tapaði einungis þremur leikjum á tímabilinu, en vonbrigðartímabil Chelsea á enda þar sem þeir enda í níunda sæti.

Southampton endar í fimmta sæti ef Manchester United vinnur ekki frestaða leikinn gegn Bournemouth sem þeir eiga inni. Southampton vann 4-1 gegn Crystal Palace, en Palace endar í fimmtánda sætinu.

Stoke vann 2-1 sigur á West Ham. West Ham endar í sjöunda sætinu, en Stoke í því níunda.

Tottenham gjörsamlega klúðraði öðru sætinu í dag, en þeir steinlágu 5-1 fyrir Newcastle. Þeir voru 2-1 undir þegar Aleksandar Mitrovic var rekinn af velli og 23 mínútur eftir.

Flestir héldu að Tottenham myndi ganga á lagið, en allt kom fyrir ekki og Newcastle bætti við þremur mörkum og vann að lokum 5-1 sigur.

Newcastle voru fallnir, en Tottenham klúðraði þarna öðru sætinu til granna sinna í Arsenal. Þeir enda því í þriðja sætinu með 70 stig.

Hér fyrir neðan má sjá öll úrslitin og alla markaskorara dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×