Enski boltinn

Benitez: Gæti verið hér áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benitez á hliðarlínunni.
Benitez á hliðarlínunni. vísir/getty
Rafael Benitez, stjóri Newcastle, segir að hann gæti haldið áfram með Newcastle, þrátt fyrir að liðið sé fallið niður í ensku B-deildina. Lokaumferðin fer fram í ensku úrvalsdeildnni á morgun.

Benitez, sem er 56 ára, tók við Newcastle af Steve McClaren í erfiðri stöðu í mars, en hann vann tvo af níu leikjum sínum sem stjóri Newcastle í úrvalsdeildinni.

„Ef ég er enn hér og að ræða málin, þá þýðir það að það sé möguleiki, en við munum halda áfram að ræða málin. Þetta gæti tekið í mesta lagi nokkrar vikur,” sagði Benitez.

„Við munum halda áfram að hittast. Hlutirnir eru jákvæðir og við munum halda áfram. Ég vil það sama og stuðningsmennirnir - árangursríkt lið, sterkt lið og að komast upp í úrvalsdeildina sem fyrst.”

Benitez hefur verið orðaður við Everton að undanförnu, en hann þjálfaði nágranna Everton, Liverpool, fyrir nokkrum árum síðan.

Alan Shearer, goðsögn hjá Newcastle, segir að það myndi koma honum mjög á óvart ef Benitez heldur áfram með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×