Hemmi Hreiðars með pistil í Mail on Sunday: Passið ykkur England Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2016 10:30 Hermann Hreiðarsson fagnar marki með Portsmouth. Vísir/Getty Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Fylkis í Pepsi-deildinni lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Ísland og 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það kemur því ekki mikið á óvart að Mail on Sunday hafi fengið hann til að skrifa pistil fyrir komandi leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í fótbolta í Frakklandi. Fyrirsögnin á pistil Hermanns er „Watch out England, your biggest fans are coming for you!" eða „Passið ykkur England, ykkar mestu aðdáendur eru mættir til að slá ykkur út." „Ég, sem stoltur Íslendingur, sem spilaði fyrir þjóð mína í fimmtán ár og naut þeirra forréttenda einnig að spila fótbolta í Englandi í fimmtán ár, get sagt ykkur hreint út að það að mæta Englandi á EM er draumur fyrir okkur," byrjar Hermann pistil sinn. „Mörg okkar fylgjumst náið með enskum liðunum. Við munum fagna því að sjá okkar menn mæla sig á móti leikmönnunum sem við fylgjumst svo vel með í ensku deildinni," skrifar Hermann. Fylkir á að mæta Víkingi í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn, daginn eftir leik Íslands og Frakklands, en Hermann segist vera að reyna að fá þeim leik frestað. „Ég ætlaði ekki að fara til Frakklands af því ég er að þjálfa lið í efstu deild á Íslandi en reynið bara að stoppa mig núna. Við eigum reyndar leik á þriðjudaginn, því okkar deild er spiluð á sumrin, en bæði liðin eru á meðan ég skrifa þetta að reyna að fá þeim leik frestað, svo að við getum hitt fyrir 30 þúsund landa okkur og upplifað þennan leik í eigin persónu," skrifar Hermann. Hermann hrósar bæði íslenska landsliðinu og því enska í pistli sínum og segist bera mikla virðingu fyrir enskum fótbolta enda hafi tími hans í Englandi verið ánægjulegur. „Við vitum að England verður mun meira með boltann í Nice. Við munum hinsvegar fá okkar færi og við erum með menn í liðinu, eins og Gylfa Þór Sigurðsson, sem geta gert út um leiki," skrifar Hermann. „Þó að við elskum enska boltann á Íslandi þá eru við fótboltaóð þjóð og okkar lið hefur fangað hjarta allra í okkar samfélagi," skrifar Hermann. „Það yrði annar draumur fyrir okkur að ná í úrslit en það er öruggt að þarna verður frábært andrúmsloft þar sem tveir stuðningsmannahópar munu lifa í sátt og samlyndi og njóta stundarinnar," skrifar Hermann. „Hvort liðið sem vinnur, þá verður það lið mitt lið út keppnina. Ég vil trúa því að það gildi hið sama hjá ykkur," skrifaði Hermann að lokum. Það er hægt að lesa allan pistil hans með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Fylkis í Pepsi-deildinni lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Ísland og 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það kemur því ekki mikið á óvart að Mail on Sunday hafi fengið hann til að skrifa pistil fyrir komandi leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í fótbolta í Frakklandi. Fyrirsögnin á pistil Hermanns er „Watch out England, your biggest fans are coming for you!" eða „Passið ykkur England, ykkar mestu aðdáendur eru mættir til að slá ykkur út." „Ég, sem stoltur Íslendingur, sem spilaði fyrir þjóð mína í fimmtán ár og naut þeirra forréttenda einnig að spila fótbolta í Englandi í fimmtán ár, get sagt ykkur hreint út að það að mæta Englandi á EM er draumur fyrir okkur," byrjar Hermann pistil sinn. „Mörg okkar fylgjumst náið með enskum liðunum. Við munum fagna því að sjá okkar menn mæla sig á móti leikmönnunum sem við fylgjumst svo vel með í ensku deildinni," skrifar Hermann. Fylkir á að mæta Víkingi í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn, daginn eftir leik Íslands og Frakklands, en Hermann segist vera að reyna að fá þeim leik frestað. „Ég ætlaði ekki að fara til Frakklands af því ég er að þjálfa lið í efstu deild á Íslandi en reynið bara að stoppa mig núna. Við eigum reyndar leik á þriðjudaginn, því okkar deild er spiluð á sumrin, en bæði liðin eru á meðan ég skrifa þetta að reyna að fá þeim leik frestað, svo að við getum hitt fyrir 30 þúsund landa okkur og upplifað þennan leik í eigin persónu," skrifar Hermann. Hermann hrósar bæði íslenska landsliðinu og því enska í pistli sínum og segist bera mikla virðingu fyrir enskum fótbolta enda hafi tími hans í Englandi verið ánægjulegur. „Við vitum að England verður mun meira með boltann í Nice. Við munum hinsvegar fá okkar færi og við erum með menn í liðinu, eins og Gylfa Þór Sigurðsson, sem geta gert út um leiki," skrifar Hermann. „Þó að við elskum enska boltann á Íslandi þá eru við fótboltaóð þjóð og okkar lið hefur fangað hjarta allra í okkar samfélagi," skrifar Hermann. „Það yrði annar draumur fyrir okkur að ná í úrslit en það er öruggt að þarna verður frábært andrúmsloft þar sem tveir stuðningsmannahópar munu lifa í sátt og samlyndi og njóta stundarinnar," skrifar Hermann. „Hvort liðið sem vinnur, þá verður það lið mitt lið út keppnina. Ég vil trúa því að það gildi hið sama hjá ykkur," skrifaði Hermann að lokum. Það er hægt að lesa allan pistil hans með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira