Innlent

Sigmundur hefur ekki áhyggjur af ímynd Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigmundur Davíð yfirgefur Alþingi í gær eftir að hafa svarað stjórnarandstöðunni.
Sigmundur Davíð yfirgefur Alþingi í gær eftir að hafa svarað stjórnarandstöðunni. vísir/friðrik þór
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, telur ekki að ímynd Íslands hafi skaðast eftir viðtalið við sænska ríkissjónvarpið þar sem hann gekk úr viðtali. Ráðherrann hefur verið á forsíðum helstu miðla heimsins undanfarna tvo daga.

„Nei, ég hef það nú ekki. Ég tel aðalatriðið í þessu að koma réttum upplýsingum á framfæri. Það er gott til þess að vita að margir þessara fjölmiðla, a.m.k. þessir sem teljast virðulegri, taka fram hvers eðlis málið er,“ sagði ráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Auðvitað slá menn helst upp myndum af þeim sem eru í tilteknum stöðum eða eru þekktir, frægir íþróttamenn og fólk úr ýmsum störfum sem eru til þess fallin að gera þau að myndefni.“

Viðtalið í heild má hlusta á hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×