Enski boltinn

Bournemouth kaupir efnilegasta leikmann neðri deildanna

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Cook í leik með Leeds í ensku bikarkeppninni á síðustu leiktíð
Cook í leik með Leeds í ensku bikarkeppninni á síðustu leiktíð vísir/getty
Enska úrvalsdeildarfélagið Bournmouth hefur keypt enska unglingalandsliðsmanninn Lewis Cook frá Leeds United.

Cook lék 80 leiki fyrir Leeds United þó hann sé aðeins 19 ára gamall. Hann kom inn í lið gamla stórliðsins aðeins 17 ára og var einn allra besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.

Cook gerði fjögurra ára samning við Bournemouth en kaupverðið var ekki gefið upp. Cook var valinn besti ungi leikmaður neðri deildanna á Englandi á síðustu leiktíð.

Miðjumaðurinn ungi var í U-17 ára landsliði Englands sem varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en nýráðinn þjálfari Leeds, Gary Monk, tók hann úr U-19 ára landsliði þjóðarinnar sem undirbýr sig fyrir Evrópumeistaramótið þar sem Monk ætlaði honum stórt hlutverk í vetur hjá Leeds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×