Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2016 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska fótboltalandsliðsins frá upphafi, hefur lent í ýmsu á sínum ferli og glímt bæði við meiðsli og veikindi. Það hélt honum samt ekki niðri því á glæstum 22 ára löngum meistaraflokksferli hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, spænska bikarinn, Meistaradeildina og spilað á EM. Eiður Smári talar opinskátt um meiðslin í myndinni Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. Árið 1996 kom Eiður Smári inn á sem varamaður í vináttulandsleik gegn Eistlandi fyrir föður sinn, Arnór. Þeir voru fyrstu feðgarnir sem voru valdir í landsliðshóp en pressa var sett á þáverandi landsliðsþjálfara, Loga Ólafsson, að láta þá ekki byrja leikinn saman. Óskar var eftir því að feðgarnir myndu byrja saman inn á í leik gegn Makedóníu 1. júní þetta sama ár en ekkert varð af því eins og frægt er orðið. Eiður Smári var tæklaður hryllilega í leik gegn Írlandi í Dyflinni með 18 ára landsliðinu og fékk aldrei landsleikinn með Arnóri. „Þetta var svolítið súrrealísk stund því um leið og ég var tæklaður fann ég að eitthvað var farið. Það fyrsta sem mér datt til hugar: „Andskotinn, leikurinn með pabba er farinn,“,“ segir Eiður Smári sem fékk á einum tímapunkti þær fréttir að ferill hans myndi aldrei ná jafnlangt og hann vonaðist til. „Það var tekin röntgenmynd og þá var kominn aftur einhver beinvöxtur í ökklann. Þá sagði læknirinn við mig að því miður gæti hann ekki séð fram á það að ég myndi spila aftur á háu stigi. Maður felldi tár og hringdi í mömmu,“ segir Eiður.Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea.vísir/afpSvimaköst hjá Chelsea Læknirinn hafði ekki rétt fyrir sér því Eiður Smári kom heim til Íslands og spilaði með KR til að koma sér í stand. Þaðan fór hann til Bolton og svo til Chelsea þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina í tvígang undir stjórn José Mourinho. Eiður Smári spilaði „bara“ 26 deildarleiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð sinni hjá Lundúnarfélaginu áður en hann hélt til Barcelona. En það er önnur ástæða fyrir því sem Eiður hefur ekki áður talað um. „Síðasta tímabilið mitt hjá Chelsea var erfitt því ég var að spila minna. Ég var ekki að glíma við meiðsli en ég þjáðist af brjáluðum svimaköstum sem komu upp úr þurru og enginn gat fundið skýringu á,“ segir hann. „Oft á tíðum var ég að missa af æfingum og leikjum út af einhverju sem enginn vann skýringu á. Ég var svolítið hræddur við það og fer í heilaskoðun til að gá hvort það væri ekki allt í fína.“ „Það var haldið að þetta hefði eitthvað með jafnvægistaugina í eyranu að gera eða eitthvað svoleiðis. Það var hálft ár þar sem ég ældi út af svima og vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni. Enski boltinn Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska fótboltalandsliðsins frá upphafi, hefur lent í ýmsu á sínum ferli og glímt bæði við meiðsli og veikindi. Það hélt honum samt ekki niðri því á glæstum 22 ára löngum meistaraflokksferli hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, spænska bikarinn, Meistaradeildina og spilað á EM. Eiður Smári talar opinskátt um meiðslin í myndinni Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. Árið 1996 kom Eiður Smári inn á sem varamaður í vináttulandsleik gegn Eistlandi fyrir föður sinn, Arnór. Þeir voru fyrstu feðgarnir sem voru valdir í landsliðshóp en pressa var sett á þáverandi landsliðsþjálfara, Loga Ólafsson, að láta þá ekki byrja leikinn saman. Óskar var eftir því að feðgarnir myndu byrja saman inn á í leik gegn Makedóníu 1. júní þetta sama ár en ekkert varð af því eins og frægt er orðið. Eiður Smári var tæklaður hryllilega í leik gegn Írlandi í Dyflinni með 18 ára landsliðinu og fékk aldrei landsleikinn með Arnóri. „Þetta var svolítið súrrealísk stund því um leið og ég var tæklaður fann ég að eitthvað var farið. Það fyrsta sem mér datt til hugar: „Andskotinn, leikurinn með pabba er farinn,“,“ segir Eiður Smári sem fékk á einum tímapunkti þær fréttir að ferill hans myndi aldrei ná jafnlangt og hann vonaðist til. „Það var tekin röntgenmynd og þá var kominn aftur einhver beinvöxtur í ökklann. Þá sagði læknirinn við mig að því miður gæti hann ekki séð fram á það að ég myndi spila aftur á háu stigi. Maður felldi tár og hringdi í mömmu,“ segir Eiður.Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea.vísir/afpSvimaköst hjá Chelsea Læknirinn hafði ekki rétt fyrir sér því Eiður Smári kom heim til Íslands og spilaði með KR til að koma sér í stand. Þaðan fór hann til Bolton og svo til Chelsea þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina í tvígang undir stjórn José Mourinho. Eiður Smári spilaði „bara“ 26 deildarleiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð sinni hjá Lundúnarfélaginu áður en hann hélt til Barcelona. En það er önnur ástæða fyrir því sem Eiður hefur ekki áður talað um. „Síðasta tímabilið mitt hjá Chelsea var erfitt því ég var að spila minna. Ég var ekki að glíma við meiðsli en ég þjáðist af brjáluðum svimaköstum sem komu upp úr þurru og enginn gat fundið skýringu á,“ segir hann. „Oft á tíðum var ég að missa af æfingum og leikjum út af einhverju sem enginn vann skýringu á. Ég var svolítið hræddur við það og fer í heilaskoðun til að gá hvort það væri ekki allt í fína.“ „Það var haldið að þetta hefði eitthvað með jafnvægistaugina í eyranu að gera eða eitthvað svoleiðis. Það var hálft ár þar sem ég ældi út af svima og vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti