Viðskipti innlent

Strætó hækkar verðskrá sína

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Almennt fargjald hækkar um 4,8 prósent og verður 440 krónur.
Almennt fargjald hækkar um 4,8 prósent og verður 440 krónur. vísir/ernir
Almennt fargjald í Strætó hækkar um 4,8 prósent frá og með byrjun næsta árs og fer þannig úr 420 krónum í 440 krónur. Þá hækka önnur fargjaldaform eins og farmiðar og kort um fjögur prósent en stakt fargjald fyrir börn, aldraða og öryrkja verður óbreytt.

Í tilkynningu frá Strætó segir að hækkunin sé í takt við almenna verðlagshækkun á rekstrarkostnaði fyrirtækisins. Hækkun á launakostnaði og olíuverði vegi um 70 prósent af heildarrekstrarkostnaði.

„Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostnaði Strætó. Í dag standa fargjaldatekjur undir um 32% af almennum rekstrarkostnaði félagsins,“ segir í tilkynningunni.

Ný verðskrá tekur gildi 3. janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×