Er eitthvað óeðlilegt að gerast varðandi Seglbúðir? Matreiðslumeistarar skrifar 11. mars 2016 00:00 Þann 11. nóvember 2015 fór hópur af eldri félögun Klúbbs matreiðslumeistara í heimsókn til nýja heimasláturhússins að Seglbúðum hjá Erlendi Halldórssyni og konu hans. Þessi ferð var okkur mikið forvitnisefni enda höfðum við fylgst með áhuga á opnun þessa fyrsta löglega heimasláturhúss á landinu. Erlendur og kona hans sögðu hina ótrúlegu raunasögu sem þau þurftu að ganga í gegnum til að fá atvinnuleyfi. Þessi raunasaga er reyndar svo ótrúleg að það er að okkar áliti kraftaverk að þau hafi ekki einfaldlega gefist upp. Þarna er rekið sláturhús sem getur skaffað vöru sem hefur verið látin kólna í tveimur stigum og síðan hanga í kæli í fjóra sólarhringa fyrir frystingu. Seglbúðir geta skaffað nafn á bæjum sem kjötið kemur frá, sem æ fleiri gefa mikið fyrir. Hvort sem um lamb eða stórgripi er að ræða. Hin sláturhúsin í landinu geta ekki einu sinni lofað því að lambið sem þú kaupir sé nýslátrað eða meira en ársgamalt. Sem við höfum því miður persónulega reynslu af. Nú er búið að loka fyrir dreifingu frá húsinu og eftir því sem undirritaðir hafa lesið í fjölmiðlum og eftir viðtal við Erlend eru ástæðurnar að mestu leyti misskilningur byggður að stærstum hluta á því að ekki hafi fengist leyfi til að taka út húsið af eftirlitsaðilum á tíma sem verið var að setja inn línu fyrir stórgripi og engin slátrun í gangi í langan tíma. Við, þessir matreiðslumeistarar sem fórum á staðinn og skoðuðum aðstöðuna, skorum á yfirvöld í viðkomandi greinum og ráðherra að ganga í að taka málið föstum tökum og koma á sáttum svo hægt verði að reka staðinn á þann frábæra hátt sem húsið er byggt fyrir. Við fögnum því að einhver hafi riðið á vaðið með að reisa svona sláturhús sem að okkar mati er að gera hlutina hárrétt. Því miður erum við ekki svo vissir um þær aðferðir sem viðhafðar eru í flestum af stóru sláturhúsunum, þar sem hraðinn á slátrun og verkun er orðinn svo mikill að það er farið að koma niður á gæðum. Bragi IngasonEinar ÁrnasonGuðjón SteinssonHilmar B. JónssonKarl FinnbogasonRagnar GuðmundssonSigurvin GunnarssonJón G. Sigurðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason Skoðun Skoðun Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Þann 11. nóvember 2015 fór hópur af eldri félögun Klúbbs matreiðslumeistara í heimsókn til nýja heimasláturhússins að Seglbúðum hjá Erlendi Halldórssyni og konu hans. Þessi ferð var okkur mikið forvitnisefni enda höfðum við fylgst með áhuga á opnun þessa fyrsta löglega heimasláturhúss á landinu. Erlendur og kona hans sögðu hina ótrúlegu raunasögu sem þau þurftu að ganga í gegnum til að fá atvinnuleyfi. Þessi raunasaga er reyndar svo ótrúleg að það er að okkar áliti kraftaverk að þau hafi ekki einfaldlega gefist upp. Þarna er rekið sláturhús sem getur skaffað vöru sem hefur verið látin kólna í tveimur stigum og síðan hanga í kæli í fjóra sólarhringa fyrir frystingu. Seglbúðir geta skaffað nafn á bæjum sem kjötið kemur frá, sem æ fleiri gefa mikið fyrir. Hvort sem um lamb eða stórgripi er að ræða. Hin sláturhúsin í landinu geta ekki einu sinni lofað því að lambið sem þú kaupir sé nýslátrað eða meira en ársgamalt. Sem við höfum því miður persónulega reynslu af. Nú er búið að loka fyrir dreifingu frá húsinu og eftir því sem undirritaðir hafa lesið í fjölmiðlum og eftir viðtal við Erlend eru ástæðurnar að mestu leyti misskilningur byggður að stærstum hluta á því að ekki hafi fengist leyfi til að taka út húsið af eftirlitsaðilum á tíma sem verið var að setja inn línu fyrir stórgripi og engin slátrun í gangi í langan tíma. Við, þessir matreiðslumeistarar sem fórum á staðinn og skoðuðum aðstöðuna, skorum á yfirvöld í viðkomandi greinum og ráðherra að ganga í að taka málið föstum tökum og koma á sáttum svo hægt verði að reka staðinn á þann frábæra hátt sem húsið er byggt fyrir. Við fögnum því að einhver hafi riðið á vaðið með að reisa svona sláturhús sem að okkar mati er að gera hlutina hárrétt. Því miður erum við ekki svo vissir um þær aðferðir sem viðhafðar eru í flestum af stóru sláturhúsunum, þar sem hraðinn á slátrun og verkun er orðinn svo mikill að það er farið að koma niður á gæðum. Bragi IngasonEinar ÁrnasonGuðjón SteinssonHilmar B. JónssonKarl FinnbogasonRagnar GuðmundssonSigurvin GunnarssonJón G. Sigurðsson
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar